ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1120

Titill

Hvaða áhrif mun aukin útlán Íbúðalánasjóðs hafa á útlán banka og sparisjóða?

Útdráttur

Íbúðalánasjóður býður upp á húsbréf sem árið 2003 og fram til fyrsta júlí 2004 bera um 5,1% vexti auk verðtryggingar og ríkisábyrgðar. Aðrar útlánastofnanir bjóða hærri innlenda vexti sem skýrist af hærri ávöxtunarkröfu þar sem lán þeirra eru ekki ríkistryggð. Fyrsta júlí mun Íbúðalánasjóður innleiða nýtt kerfi þar sem íbúðabréf í formi peningabréfa leysa húsbréfin af hólmi. Vextir íbúðabréfanna verða kunnir fyrirfram og munu afföll eða yfirverð húsbréfanna heyra sögunni til.
Árið 2002 var hlutur Íbúðalánasjóðs um 78 prósent af langtíma útlánum til fasteignakaupa. Lífeyrissjóðirnir sáu um 17 prósent af fasteignalánunum og ráku svo bankar og sparisjóðir lestina með síðustu fimm prósentin. Ekki er hægt að aðgreina skammtíma útlán frá neyslulánum en bankar og sparisjóðir sjá að mestu um fjármögnun á þeim lánum. Nýlegri tölu um skiptingu lánahlutfalls liggja ekki fyrir.
Fyrir liggur að hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækki ásamt lánahlutfalli. Ekki er þó ljós enn sem komið er hver hækkunin verður. Bankar og sparisjóðir hafa svarað fyrirhugaðri hækkun með lengingu lánstíma lána sinna, hækkun veðsetningarhlutfalls og lækkun vaxta sem þó eru hærri en vextir húsbréfa. Einnig bjóða þeir nú í auknum mæli upp á óveðtryggð lán í erlendri mynnt og eru vextir þeirra lána lægri en vextir innlendra fasteignalána.
Helsta niðurstaða verkefnisins er að hækkun hámarkslána og lánshlutfalls Íbúðarlánasjóðs muni draga úr innlendum útlánum banka og sparisjóða þar sem vextir þeirra eru hærri en vextir Íbúðalánasjóðs. Einhver hluti fólks mun þó leita í erlend lán hjá bönkum og sparisjóðunum og mun það vega upp á móti samdrætti í innlendum útlánum.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
utlanILS.pdf577KBTakmarkaður Hvaða áhrif mun aukin útlán Íbúðalánasjóðs hafa á útlán banka og sparisjóða? - heild PDF  
utlanILS_e.pdf152KBOpinn Hvaða áhrif mun aukin útlán Íbúðalánasjóðs hafa á útlán banka og sparisjóða? - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
utlanILS_h.pdf162KBOpinn Hvaða áhrif mun aukin útlán Íbúðalánasjóðs hafa á útlán banka og sparisjóða? - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
utlanILS_u.pdf94,9KBOpinn Hvaða áhrif mun aukin útlán Íbúðalánasjóðs hafa á útlán banka og sparisjóða? - útdráttur PDF Skoða/Opna