ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11206

Titill

Samanburður á lyfjaávísunum við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili

Útgáfa
Júní 2012
Útdráttur

Aldraðir einstaklingar sem dveljast á hjúkrunar- og dvalarheimilum eru oft veikari og á fleiri lyfjum en jafnaldrar þeirra sem búa heima, og eru því sérstaklega viðkvæmir fyrir óæskilegum áhrifum lyfja. Á Íslandi eru lyf íbúa á hjúkrunar- og dvalarheimilum yfirleitt vélskömmtuð af lyfjaskömmtunarfyrirtækjum. Þegar einstaklingur útskrifast af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili þurfa lyfjaupplýsingar að berast á milli þriggja aðila: sjúkrahúss, hjúkrunar- og dvalarheimilis og lyfjaskömmtunarfyrirtækis, en við hvern flutning er hætta á að lyfjafyrirmæli misfarist. Markmið rannsóknarinnar var að athuga samræmi lyfjaávísana við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili.
Bornar voru saman lyfjaávísanir einstaklinga 65 ára og eldri, annars vegar við útskrift af Landspítala og hinsvegar á skömmtunarkortum eftir innlögn á hjúkrunar- og dvalarheimili á árinu 2011. Borin voru kennsl á misræmi í ávísun fastra lyfja.
Við útskrift var ávísað að meðaltali 9,1 lyfjum. Hlutfall tilfella með eitt eða fleiri lyfjamisræmi var 68,2% og meðalfjöldi lyfjamisræma var 1,9 lyf. Hvorki aldur né kyn hafði marktæk áhrif á meðalfjölda lyfjamisræma. Algengustu lyfjamisræmin voru úrfellingar (e. omission). Lyfjaávísanir af ATC-flokkum N (tauga- og geðlyf), A (meltingarfæra- og efnaskiptalyf) og C (hjarta- og æðasjúkdómalyf) höfðu flest lyfjamisræmi. Þau virku efni sem höfðu oftast lyfjamisræmi voru parasetamól, omeprazól, fjölvítamín, zópíklón og parasetamól/kódein blöndur. Tilfelli sem útskrifuðust af öldrunarlækninga-deildum höfðu marktækt færri lyfjamisræmi en þau sem útskrifuðust af öðrum deildum lyflækningasviðs (p<0,001). Allt að tvöfaldur munur var á hlutfalli lyfjamisræma milli hjúkrunar- og dvalarheimila. Áhættumat á úrtaki lyfjamisræma sýndi að um 23% lyfjamisræma gætu valdið mikilli áhættu fyrir sjúklinga.
Niðurstöður benda til þess að lyfjamisræmi séu algeng við flutning aldraðra af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili. Út frá gögnum rannsóknarinnar er þó ekki hægt að álykta hve stórt hlutfall lyfjamisræma eru vel ígrundaðar breytingar gerðar af læknum og hve stórt hlutfall eru vegna villa.

Birting
30.4.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MS.Auður.Alexandersdóttir.með.viðauka.pdf47,1MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna