is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11211

Titill: 
  • Neytendur og umhverfismál. Sjónarmið neytenda um fjölnota töskur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Neytendahegðun er áhugavert rannsóknarefni og margar rannsóknir hafa verið gerðar á hegðun neytenda með einum eða öðrum hætti. Höfundi þótti áhugavert að skoða neytendur út frá umhverfissjónarmiði í ljósi þess hversu stórt vandamál plastpokar eru og hversu mikinn vanda þeir skapa. Mörg lönd í kringum okkur eru að takast á við þetta vandamál og langaði höfundi til að skoða, hvort íslenskir neytendur væru viljugir til að breyta hegðun sinni og nota meira fjölnota töskur, einnig hvaða þættir skiptu mestu máli við val þeirra á töskum. Í bæklingi sem gefin var út árið 2008 og ber heitið „Skref fyrir skref“ er sagt frá því að Íslendingar nota um það bil 16.000 tonn árlega af plastpokum eða 125 poka á mann. Rannsóknin sem gerð var fyrir þessa ritgerð var framkvæmd með þeim hætti að spurningalisti var sendur á nemendur Háskóla Íslands og á Facebook samskiptasíðu vefverslunarinnar Dísir boutique en um hentileikaúrtak var að ræða. Á þeim viku tíma sem könnunin var opin svöruðu 469 einstaklingar henni. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að fólk á aldrinum 20-55 ára er tilbúið að skipta út plastpokanum fyrir fjölnota tösku, að almennur áhugi er á umhverfismálum og að íslenskum neytendum finnist stjórnvöld mega upplýsa betur um skaðsemi plasts. Flestir voru sammála um að lítið af upplýsingum væri til og þær jafnvel ekki vel aðgengilegar almenningi. Meiri hluti þátttakenda er sammála um að verð, gæði og hönnun skipti hvað mestu máli við val á fjölnota töskum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11211


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð Þórey S Þórisdóttir.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna