is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11225

Titill: 
  • „Hvað verður eiginlega um hana ömmu?“ Eigindleg rannsókn á upplýsingahegðun aðstandenda Alzheimersjúklinga
  • Titill er á ensku "What will become of Grandma?" A Qualitative study on Alzheimer's patient's carers Information seeking Behavior.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um upplýsingahegðun aðstandenda Alzheimersjúklinga. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er merking hugtaksins upplýsingahegðun rædd og nokkrar rannsóknir og kenningar fræðimanna á sviði bókasafn- og upplýsingafræði skoðaðar í því samhengi. Í síðari hlutanum eru settar fram niðurstöður eigindlegrar rannsóknar þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við átta aðstandendur Alzheimersjúklinga um upplýsingahegðun þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn inn í það hvers konar upplýsingar aðstandendur hafa þörf fyrir, hvernig upplýsingaöflun þeirra sé háttað og hvaða úrbætur þeir telja þörf fyrir hvað varðar upplýsingar og aðgengi að þeim. Ennfremur er tilgangurinn sá að afla skilnings á því hvernig samfélagsumræðan um Alzheimer hefur birst þeim og hvort hún sé í samræmi við þeirra reynslu og upplifun sem aðstandendur Alzheimersjúklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að upplýsingaöflun viðmælenda fór fram að megninu til í gegnum bein samskipti við annað fólk. Það sem aðstandendum fannst mest skorta í upplýsingagjöf frá opinberum aðilum voru upplýsingar um búsetuúrræði. Auk þess fannst mörgum upplýsingaflæði milli starfsfólks hjúkrunarheimila og aðstandenda ábótavant. Almennt fannst þeim samfélagsumræðan um sjúkdóminn ekki mikil.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis examines information seeking behavior of Alzheimer’s patient’s careers. The first half covers the meaning of the term information behavior and research and theories on the topic are viewed. The second half puts forth the outcome of a qualitative research in which half-open interviews were taken with eight careers of Alzheimer’s patients on their information seeking behavior. The aim of the research is to get insight as to what kind of information the relatives need, how they seek information and what improvement they see necessary regarding information and access to it. Furthermore the purpose of the thesis is to learn how communal discussion regarding Alzheimer’s has appeared to the careers and if it complies with their experience of the disease. The research’s conclusion reveals that the information seeking of the interviewee’s usually was conducted through direct communication. What the careers thought lacking most from public offices was information on accommodation alternatives. In addition several thought the flow of information between the employees of nursing homes and careers of Alzheimer’s patients was unsatisfactory. In general interviewee’s thought the communal discussion on the disease was reserved.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd MLIS2.pdf530.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna