is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11229

Titill: 
  • Söfn í kynjuðu ljósi. Framsetning kvenna í rými safns
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um það hvernig söfn hafa þróast sem karllægar stofnanir og hvernig þeirra áhrifa gætir í framsetningu þeirra á hinu kvenlega. Tilgangurinn er að varpa ljósi á grundvöll framsetninga kvenna á söfnum. Sá jarðvegur sem söfn eiga rætur í er karllægur og þau hafa þróast og dafnað í þeim jarðvegi lengur en flestar aðrar stofnanir samfélagsins. Slíkt er umhugsunarvert í ljósi þess að söfn í dag hafa samfélagslegar skyldur. Hin síðari ár hefur femínísku sjónarhorni verið beitt í auknum mæli við greiningu á framsetningu hins kvenlega á söfnum. Þær rannsóknir hafa leitt í ljós að frásagnir safna byggja að miklu leyti á karllægum gildum. Konur eru jaðarsettar. Þær eru þöglar og óvirkar í frásögnum en karlar eru jafnan gerendur í miðju hennar. Í ritgerðinni varpa ég fram þeirri spurningu hvernig þau karllægu áhrif sem gætir í framsetningu safna birtast í stofnuninni allri. Að söfn séu í sjálfum sér hindrun í framsetningu sem byggi á jafnræði kynjanna.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay discusses how museums have developed as male biased institutions and how it imposes effect on representations of the feminine. The goal is to shed light on the foundation on which representations of the feminine are built. Museums are rooted in masculinity where they have both developed and thrived longer that most other institutions in society. A point highly relevant, in light of museums present obligations to society. In recent years a feminist point of view has been applied in an increased number of cases on research on the representation of the feminine. Such research have shown that the museum narratives tend to rest on male values. Women are marginalized. They are quiet and passive in the narrative whilst the males are, for the most part, in the its middle, active. In the essay I present the question whether the masculine effect, highly perceptible in museum representations and narratives, is discernible in the institution as a whole. That museums, in themselves, are a hinderance in the creation of gender equal representations.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11229


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArndisMAritgerd.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna