is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11233

Titill: 
  • Áhrif lýðfræði á hið almenna lífeyrissjóðskerfi Áhrif kynjaskiptingar og örorkutíðni sjóðfélaga á framtíðarskuldbindingar lífeyrissjóða
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að kanna áhrif lýðfræðilegra þátta á hið almenna lífeyrissjóðskerfi og skoða þá sérstaklega áhrif kynjaskiptingar sjóðfélaga og örorkutíðni á framtíðarskuldbindingar lífeyrissjóða. Gerð er m.a. grein fyrir uppbyggingu íslenska lífeyriskerfisins, tryggingafræðilegri stöðu, eignasamsetningu og vaxtaviðmiði lífeyrissjóða á Íslandi í fyrsta hluta ritgerðarinnar.
    Einnig er fjallað um áhrif lýðfræði á hið almenna lífeyrissjóðskerfi. Er áhættunni af mismunandi atvinnusjúkdómum (örorkutíðni) eða slysatíðni, mismunandi lífslíkum kvenna og karla og búsetu jafnað út í þeim tryggingafræðilega grunni sem lagður er til grundvallar við útreikning á heildaráhættu. Í kerfi sem þessu hafa breytingar á t.d. lífslíkum innan hópsins sem nýtur tryggingarinnar veruleg áhrif á heildarniðurstöðuna. Þetta hefur áhrif á einstaka lífeyrissjóði og er talið að annað hvort þurfi að hækka lífeyrisiðgjaldið eða skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga í framtíðinni til að mæta þeirri lýðfræðilegri þróun sem hefur verið undanfarna áratugi.
    Að lokum er fengist við rannsóknarspurninguna „áhrif kynjaskiptingar og örorkutíðni á framtíðarskuldbindingar lífeyrissjóða“ með því að hanna hermilíkan. Konur lifa lengur en karlar og eru líklegri til þess að greinast öryrkjar einhverntíman á lífsleiðinni. Örorkulíkur eru því hærri fyrir konur en dánarlíkur lægri. Því verður búið til annars vegar karlasjóður (sem inniheldir 1000 karlmenn) og hins vegar konusjóður (sem inniheldur 1000 konur).
    Allir sjóðfélagar byrja að greiða í lífeyrissjóðinn 25 ára að aldri. Líkanið mun spá fyrir um þróun árgangsins, næstu 100 ár, þ.e. hverjir eru virkir , hverjir falla frá og hverjir greinast öryrkjar á hverju ári fyrir sig. Verður hægt að reikna út áætlaðar iðgjaldagreiðslur, ellilífeyrisgreiðslur og örorkulífeyrisgreiðslur. Að lokum verður síðan hægt að reikna út tryggingafræðilegt mat á iðgjöldum, ellilífeyri og örorkulífeyri.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Sveinn_G_Þórhallsson.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna