is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11239

Titill: 
  • Ólögleg starfsemi í íslenskum þjóðhagsreikningum. Framlag vændis, fíkniefna, smygls og heimabruggaðs áfengis til landsframleiðslu
  • Titill er á ensku Illegal activities in Icelandic National Accounts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Allt frá upphafi þjóðhagsreikninga hafa verið skiptar skoðanir á því hvaða starfsemi eigi að telja með við mat á landsframleiðslu og hverja ekki. Meginregla alþjóðastaðla þjóðhagsreikninga hefur verið sú að telja þá starfsemi sem verðlögð er á markaði og þau viðskipti sem eiga sér stað með gagnkvæmu samþykki beggja aðila. Alþjóðastofnanir á sviði þjóðhagsreikninga gera ennfremur miklar kröfur til þess að þjóðhagsreikningar endurspegli nákvæmlega allt hagkerfið hvort sem starfsemin er lögleg, ólögleg eða óskráð. Áhersla alþjóðastofnana hefur verið á að meta eigi óskráða og ólöglega starfsemi og þá fyrst og fremst þá sem hafa mesta efnahagslega þýðingu í hverju landi.
    Rannsókn þessi er unnin frá sjónarhorni þjóðhagsreikninga og miðar að því að greina umfang ólöglegs starfsemi á Íslandi og áætla sérstaklega framlag vændis, fíkniefna, smygls og heimabruggaðs áfengis til vergrar landsframleiðslu (VLF). Vændi er mjög falið vandamál hér á landi og birtist í mörgum myndum en er þó aldrei faldari en svo að hægt er að selja það og aldrei sýnilegra en svo að þeir sem kaupa það geti alla jafna falið kaupin. Heimabruggun og smygl á áfengi hefur verið vandamál hér á landi allt frá setningu laga um áfengisbann árið 1912 en neysla ólöglegra fíkniefna var nærri óþekkt fram til ársins 1967.
    Íslensk þjóðhagsreikningagerð byggir mat landsframleiðslunnar á svokölluðum framleiðslu- og ráðstöfunaruppgjörum. Uppgjörin ættu, væri fyllsta samræmis gætt í upplýsingagjöf og upplýsingameðhöndlun, að gefa sömu niðurstöðu því í reynd er verið að meta sömu stærðina þ.e. þá verðmætasköpun sem verður til í landinu á ákveðnu tímabili. Munur þessara aðferða felst einungis í því hvar verðmætin eru metin, þ.e. hvort þau eru metin út frá eftirspurnarhlið hagkerfisins, þar sem þeim er ráðstafað, eða út frá framboðshlið þar sem þau verða til. Hægt er að meta framlag vændis, fíkniefna, smygls og heimabruggaðs áfengis til VLF frá hvorri hliðinni sem verkast vill. Framboð og eftirspurn eru brotin niður í verð og magn fyrir hvern starfsþátt en slík sundurliðun er gagnleg til að auka trúverðugleika gagna og forsendna sem stuðst er við.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að framlag þessara þátta til VLF á verðlagi ársins fyrir tímabilið 2000 til 2010 sé jákvætt en lítið. Niðurstöður greiningar á framboðs- og eftirspurnarþáttum fyrir hverja starfsemi afmarka ákveðin mörk fyrir þá verðmætasköpun sem verður til en þegar á heildina er litið er hlutfallslegt framlag til VLF áætlað að meðaltali á bilinu 0,36% - 0,38% af VLF fyrir tiltekið tímabil. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru í ágætu samræmi við niðurstöður annarra landa í Evrópu sem áætlað er að liggi að meðaltali á bilinu 0,15% - 0,63% af þeirra VLF.

  • Útdráttur er á ensku

    From the very beginning, there have been different opinions on what activities are to be included in the estimation of a country’s Gross Domestic Product (GDP) according to the National Accounts Systems (NAS). The principle of international standards of NAS has been to count all priced transactions based on a mutual agreement between parties. To accurately reflect the entire economy, international organizations in the field of NAS state that all economic activities should be included in the NAS, whether the activity is legal, illegal or unregistered. They also place emphasis on assessing those with the greatest economic significance in each country.
    This research is done from the NAS perspective and aims to analyze the scope of illegal activities in Iceland, and to specifically estimate the contribution of prostitution, drugs, smuggling and home brewing of alcohol to GDP. Prostitution is a hidden problem in this country and appears in many forms but is never more hidden that it can be sold, and never more visible that those who buy it can usually mask the act of it. Home brewing and smuggling of alcohol has been a problem in this country since the prohibition Act of 1912, but consumption of illegal drugs was almost unknown until 1967.
    NAS in Iceland base their GDP estimate using the production and expenditure approaches. The approaches should, in principle, give the same results as in practice, as they are estimating the same thing, i.e., wealth created in the country during a given period. A difference between these methods only lies in from which side of the economy the wealth is estimated, from the demand side of the economy, where it is disposed of, or from the supply side, where it is created. With these approaches the contribution of prostitution, drugs, smuggling and home brewing of alcohol to GDP is estimated. Supply and demand are broken down into price and quantity for each activity, because such a breakdown is useful to increase the credibility of data and assumptions.
    The main result of this research indicates that the contribution of these factors to GDP in current prices for the period 2000 to 2010 is positive but small. Results of supply and demand for each activity are considered to define an interval for the creation of their wealth. On the whole, their total contribution to growth are estimated on average to range from 0.36% - 0.38% of the GDP for the given period of time. These results are quite consistent with results of other European countries which are estimated on average to range from 0.15% - 0.63% of their GDP.

Athugasemdir: 
  • Endurbættri útgáfu bætt inn í Skemmuna með samþykki leiðbeinanda. Upphafleg útgáfa er aðgengileg í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.
Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigurlilja Albertsdottir.pdf952.58 kBLokaðurHeildartextiPDF
Sigurlilja Albertsdottir.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna