is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11243

Titill: 
  • Að vinna eða vinna ekki, það er spurningin? Um fjarvinnu, upplýsingatækni og samspil atvinnu og einkalífs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um tengsl upplýsinga- og samskiptatækni við sveigjanleika hjá stjórnendum og yfirmönnum fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Þetta er einkum skoðað í tengslum við möguleika fólks á fjarvinnu í þeim tilgangi að samþætta atvinnu og einkalíf. Spurningalistinn var sendur í rafrænu formi til forstjóra/forstöðumanns/framkvæmdastjóra og næstráðanda í um það bil 500 stærstu fyrirtækjum/stofnana landsins. Spurningalistinn sem var notaður er einkum byggður á QPS-Nordic; Norrænum spurningalista um sálfélagslega áhættuþætti í starfi, Maslach Burnout Inventory sem metur einkenni kulnunar/starfsþrots og spurningalista Lýðheilsustöðvar: Líðan og Heilsa Íslendinga 2007 og 2009. Svarhlutfallið var um 50%. Í rannsókninni er einungis unnið með þann hluta gagnanna þar sem fjallað er um tengsl upplýsinga- og samskiptatækni við samspil vinnu og einkalíf þátttakenda. Niðurstöður benda til þess að konur hafi neikvæðara viðhorf gagnvart notkun upplýsinga- og samskiptatækni en karlar í tengslum við samspil atvinnu- og einkalífs. Þá hefur aldur einnig marktæk tengsl við þetta viðhorf ásamt því að marktækur munur er á viðhorfum þátttakenda til þátta tengdum upplýsinga- og samskiptatækni eftir fjölda barna á heimili og aldurs þeirra. Þessar niðurstöður benda til þess að þessi tækni komi hvað mest við ungt fólk með börn á heimili þar sem hægt er að sinna fjarvinnu með aðstoð upplýsinga- og samskiptatækni. Þannig geta einstaklingar sinnt barnauppeldinu meðfram verkefnum í vinnunni en konur eru líklegri til að upplifa þetta fyrirkomulag á neikvæðan hátt þar sem heimilisstörf og barnauppeldi lendir í mörgum tilfellum á þeim óháð vinnuálagi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11243


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórhildur Gisladóttir.pdf991.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna