ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11255

Titlar
  • Fjölþætting í íslenskum vöruútflutningi: Áhrif breytinga greind með hjálp fjármálafræðinnar

  • en

    Export Diversification in Iceland: A Modern Portfolio Theory Approach

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Mikilvægi útflutningsgreina Íslendinga hefur komið greinilega í ljós undanfarin ár í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar árið 2008. Í endurreisn efnahags landsins hefur sjávarútvegur gegnt stóru hlutverki, en ekki síður áliðnaður sem hefur byggst hratt upp síðustu áratugi. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna áhrif aukinnar álframleiðslu á sveiflur í vexti útflutningstekna á Íslandi, með notkun kenninga Harry Markowitz um fjármálasöfn og kanna hversu hagkvæm samsetning útflutningsgreina er hérlendis í því tilliti. Enn fremur er ætlunin að kanna fjölþættingarstig útflutnings (e. export diversification) hér á landi, en hagfræðingar hafa sýnt fram á tengsl milli hagvaxtar og fjölbreytni í vöruútflutningi. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að við gefnar útflutningsgreinar er samsetning þeirra hér á landi nokkuð hagkvæm, samanborið við rannsóknir á öðrum löndum. Aukin álframleiðsla frá aldamótum er þó til þess fallin að auka sveiflur í útflutningstekjum og hefur minnkað fjölþættingu í íslenskum vöruútflutningi.

Samþykkt
2.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Haukur Már Gestsso... .pdf1,44MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna