is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11266

Titill: 
  • Konur og æðstu stjórnunarstöður. Er glerhurðin til staðar á Íslandi?
  • Titill er á ensku Women and Top Management Positions. Does the Glass Door Exist in Iceland?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aukin atvinnuþátttaka kvenna og reynsla þeirra á vinnumarkaðinum hefur verið rannsóknarefni síðastliðna áratugi. Fram til dagsins í dag hafa áherslur rannsókna verið að mestu á innra módel fyrirtækja, þ.e. horft til stöðuhækkana innan þeirra og af hverju konur séu ekki að komast alla leið á toppinn til æðstu stjórnunarstaða. Þar sem vinnumarkaðurinn hefur breyst og áherslur í starfsframa einstaklinga hafa færst frá stöðuhækkunum innan fyrirtækja yfir í tilfærslu á störfum á milli fyrirtækja er mikilvægt að skoða stöðu kvenna í æðstu stjórnunarstöðum einnig frá sjónarhorni ytri ráðninga. Ef ytri samkeppni um störf eru kynbundin eru innri vinnumarkaðsrannsóknir ekki að endurspegla rétta mynd og geta þ.a.l. gefið ranga hugmynd um hindranir í framgangi kvenna í starfsframa.
    Í þessari rannsókn var unnið út frá rannsóknarspurningunni: Er „glerhurðin“ til staðar á Íslandi? Þar sem auglýstar æðstu stjórnunarstöður voru skoðaðar út frá framboðshliðinni, hverjir eru umsækjendur? Í framhaldi af því var eftirspurnarhliðin skoðuð, hver var ráðinn? Til stuðnings og til að bæta við megindlega rannsóknarhluta verkefnisins var eigindlegur rannsóknarhluti þar sem tekin voru viðtöl við þrjár konur sem gegna æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum á Íslandi. Þar sem leitast var við að greina hvað aðgreinir þær sem hafa náð að brjóta sér leið í gegnum glerþakið eða inn um glerhurðina frá öðrum konum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar, á auglýstum æðstu stjórnunarstöðum, voru þær að konur eru í verulegum minnihluta umsækjenda og er því umsækjendahópur eftir æðstu stjórnunarstöðum bundinn við kyn á Íslandi. Konur höfðu rúmlega tvisvar sinnum meiri líkur á ráðningu en karlar í ytri ráðningum í æðstu stjórnunarstöður. „Glerhurðin“ er því ekki til staðar á Íslandi. Túlka má út frá viðtölum við viðmælendur að þær líkt og aðrar konur verði varar við hindranir þrátt fyrir að segjast lítið eða ekki hafa fundið fyrir þeim. Það sem aðgreinir þær frá öðrum er viðhorf þeirra til hindrana. Þær hafa ekki látið það hindra sig, horfa framhjá því og halda ótrauðar áfram.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Ágústsdóttir kt. 2306814229 - LokaritgerðMSc.pdf802.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna