ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1127

Titill

Kynningarmál ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafirði : menning og ímynd

Útdráttur

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna hvernig ferðaþjónustufyrirtæki
Eyjafjarðarsvæðinu eru að koma sér á framfæri og hvort þau eru að kynna
menningu og ímynd svæðisins. Þar sem ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjafirði
eru jafn misjöfn eins og þau eru mörg þá var búist við því að misjafnlega
væri að kynningarmálum staðið. Farið var í ítarlega greiningu á svæðinu í
heild svo sem SVÓT – greiningu og einnig var farið í að skoða fyrirtæki í
ferðaþjónustu. Aflað var heimilda og mat lagt á efnið og komist var að
eftirfarandi niðurstöðu:
Kynningarmál eru mjög misjöfn, það fer eftir stærð og umfangi fyrirtækis
hversu mikið er lagt í markaðsstarfið. Eftir því sem fyrirtækin eru smærri er
minna lagt í kynningarmál og sum þeirra láta jafnvel nægja að nota bækling
og smáauglýsingu í símaskránni. Aftur á móti eru stærri fyrirtæki að gera
meira í markaðssetningu hjá sér og taka sig jafnvel nokkur saman til að ná
til stærri markhóps. Stærri fyrirtæki eru með fastmótaðri kynningaráætlun
en þau minni.
Að mati forsvarsmanna þeirra fyrirtækja sem talað var við, kom sterklega í
ljós munur á stærri og minni fyrirtækjum í sambandi við hvort auglýsingar
skili árangri. Stærri fyrirtæki sem leggja meira í auglýsingar og
kynningarmál telja að auglýsingar skili þeim árangri sem leitað er eftir en
smærri fyrirtækin telja að auglýsingar skili litlum eða engum árangri það sé
nóg að vera í einhverjum bæklingum og í símaskránni. Milli stærðin vildi
meina að halda úti góðri heimasíðu væri það sem skilaði mestum árangri.
Fyrirtæki eru ekki að koma menningu og ímynd svæðisins á framfæri nema
það tengist beint þeirra rekstri, þó er undantekning þegar fyrirtæki taka sig
saman í kynningarmálum þá er vísir að því að menningu og ímynd séu gerð
skil.
Lykilorð:

Eyjafjörður.

Ferðaþjónusta.

Kynningarmál.

Menning.

Ímynd.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2004


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
kynningeyjafj.pdf514KBTakmarkaður Kynningarmál ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafirði - heild PDF  
kynningeyjafj_e.pdf114KBOpinn Kynningarmál ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafirði - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
kynningeyjafj_h.pdf149KBOpinn Kynningarmál ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafirði - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
kynningeyjafj_u.pdf116KBOpinn Kynningarmál ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafirði - útdráttur PDF Skoða/Opna