is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11283

Titill: 
  • Leikur að læra í vinnunni. Áhrif vinnuumhverfis, trúar á eigin getu og markmiðssetningar á yfirfærslu lærdóms á Áhugahvetjandi samtali
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna lærdóm hjúkrunarfræðinga á Áhugahvetjandi samtali, yfirfærslu aðferðarinnar til starfs og kanna hvort stuðningur í vinnuumhverfi, trú á eigin getu og markmiðssetning hafi áhrif á lærdóminn og yfirfærsluna. Fyrirtæki og stofnanir verja háum fjárhæðum árlega til þjálfunar starfsmanna og til þess að tryggja arðsemi fjárfestingarinnar er mikilvægt að starfsmenn læri í þjálfun sem þeir sækja og breyti hegðun sinni í starfi í samræmi við þjálfunina.
    Tveimur rannsóknaraðferðum var beitt. Annars vegar megindlegri aðferð þar sem sextíu hjúkrunarfræðingar tóku þátt, þeir skiluðu frá einum til sex spurningalistum og hljóðbútum. Hins vegar eigindlegri aðferð þar sem viðtöl voru tekin við sjö hjúkrunarfræðinga.
    Vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga styður nokkuð vel við lærdóm en minna við yfirfærslu lærdóms. Hjúkrunarfræðingarnir sem tóku þátt á námskeiðinu lærðu á námskeiðinu og breyttu hegðun sinni í átt að Áhugahvetjandi samtali. Trú þátttakenda á getu til þess að yfirfæra lærdóm hafði áhrif á yfirfærsluna. Aðrar breytur; markmiðssetning, almenn trú á eigin getu og vinnuumhverfi, sýndu ekki marktækan mun við yfirfærslu lærdóms og engin breyta sýndi marktækan mun við lærdóm.

  • Útdráttur er á ensku

    This study examined transfer of training, especially looking at the effects of goal setting, work environment, and self-efficacy on improving transfer. The study used both a qualitative and quantitative approach. In the quantitative part, nurses (N=60) in three Motivational Interviewing workshops answered one to six questionnaires and submitted one recording. The qualitative part of the study was based on interviews with seven nurses.
    The results show that participants in the workshops learned and changed their behavior to be more in line with Motivational Interviewing. The results also indicate that the work environment supports training, but there is less support for transfer of training. Self-efficacy to transfer training had an effect on the transfer while other variables (goal setting, general self-efficacy, and work environment) had no significant influence on training or transfer of training.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildurisaksdottir _0202793979_leikur að læra.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna