is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11292

Titill: 
  • Aðlögunarhæfni á starfsferli: Mikilvæg hæfni hjá atvinnuleitendum á breyttum vinnumarkaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Afleiðingar atvinnuleysis eru alvarlegar fyrir þá sem fyrir því verða. Sýnt hefur verið að áríðandi er að byggja úrræði fyrir atvinnuleitendur útfrá persónubundnum þörfum hvers og eins og þróun starfsferils. Markmið rannsóknarinnar var að kanna aðlögunarhæfni á starfsferli (career adaptability) hjá nýlega skráðum atvinnuleitendum. Könnun á aðlögunarhæfni á náms og starfsferli (KANS) er nýtt mælitæki sem mælir aðlögunarhæfni. Mælitækið byggir á hugsmíðahyggju dr. Mark Savickas um starfsferilinn. Mælitækið Samsvörun við starf (SVS) mælir hversu skýra sjálfsmynd tengda störfum fólk hefur. KANS og SVS voru lögð, ásamt bakgrunnsspurningum, fyrir úrtak (N= 233) frá Vinnumálastofnun. Niðurstöðurnar úr rannsókninni voru bornar saman við niðurstöður þjóðarúrtaks. Í ljós kom töluverður munur á milli aðlögunarhæfni atvinnuleitanda og Íslendinga almennt. Atvinnuleitendur voru lægri á öllum sex undirþáttum KANS: Umhugsun, stjórn, forvitni, sjálfstraust, samvinna og samfélagsvitund. Rannsóknin sýndi veika neikvæða fylgni á milli aðlögunarhæfni og samsvörunar við starf. Þessar tvær hugsmíðar ásamt menntun, reynslu og hæfni, eru taldar kjarninn í ráðningarhæfi (e. employability) fólks. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að aðlögunarhæfni á starfsferli sé einn þeirra persónubundnu þátta sem mikilvægt er fyrir náms- og starfsráðgjafa að vinna með í ráðgjöf með atvinnuleitendum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11292


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdinprenta.pdf812.33 kBOpinnLokaritgerðPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Óheimilt að afrita nema með leyfi höfundar