is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11298

Titill: 
  • Sushi með frjálsri aðferð. Rannsókn á sushi sem menningu og matargerð á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um hina alþjóðlegu matarmenningu sushi og hvernig hún hefur náð að fóta sig á Íslandi. Farið er yfir sögu sushi og hvernig það breiddist út um Vesturlönd. Ritgerðin fjallar þannig um hvernig hrár fiskur á hrísgrjónakodda hefur farið sigurför um heiminn og tekið breytingum í takt við aðstæður í ólíkum samfélögum.
    Rannsóknin byggist á viðtölum við átta einstaklinga þar sem leitast var við að varpa ljósi á persónulega reynslu viðmælenda af sushi og hvaða ástæður lægju að baki neyslu þess. Hugmyndir viðmælenda um ferskleika og hollustu í tengslum við sushi eru settar í samhengi við kenningar ýmissa fræðimanna en sushi er einnig skoðað út frá hugtökunum „tíska“, „smekkur“ og „bragð“ sem greina má í viðtölunum. Þannig er meðal annars stuðst við kenningar fræðimanna á borð við Pierre Bourdieu sem hefur gert grein fyrir hvernig „smekkur“ mótast og þróast. Sushi fellur augljóslega vel að smekk margra í samtímanum og hægt að tala um vissa tísku í þeim efnum. Um leið er gerð grein fyrir hvernig menningarlegt og félagslegt samhengi matar hefur áhrif á bragð hans. Margir hafa þannig þurft að læra að borða sushi. Hvað hvetur fólk áfram í slíkum matartengdum lærdómi er viðfangsefni þessarar rannsóknar.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sushi með frjálsri aðferð.pdf525.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna