is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11301

Titill: 
  • Áhrif olíuverðbreytinga á hagsveiflur í Bandaríkjunum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um áhrif olíuverðbreytinga á hagsveiflur í Bandaríkjunum. Greiningin byggir á sögulegri nálgun, fræðilegum líkönum og tölfræði rannsóknum hagfræðinga. Í upphafi eru sögulegir olíuverðskellir raktir með hliðsjón af efnahagssveiflum í Bandaríkjunum. Þar kemur í ljós að nánast undartekningarlaust fylgdu kreppur í kjölfar mikilla olíuverðhækkana. Síðan eru sett fram fræðileg líkön sem útskýra hvernig olíuverðbreytingar geta haft áhrif á hagsveiflur. Líkan sem byggir á framleiðslufalli sem inniheldur vinnuafl, fjármagn og orkunotkun er athugað þar sem áhersla er á hver áhrif breytingar á hlutfallslegum orkukostnaði eru á hagkerfi. Einnig er kenning um áhrif færslu aðfanga á virðisauka skoðuð til að gera grein fyrir áhrifum olíuverðbreytinga. Að lokum eru síðan tölfræðilegar kenningar hagfræðinga um samband olíuverðs og landsframleiðslu athugaðar. Með tölfræðirannsóknunum er tilgangurinn að kanna hvort samband olíuverðs og hagvaxtar í Bandaríkjunum hafi verið ein stór tilviljun, hvort einhver þriðja breyta hafi orsakað bæði olíverðhækkanir og samdrátt í hagvexti, hvort olíuverðhækkanir og olíuverðlækkanir hafi ósamhverf áhrif á hagvöxt og að lokum er dregin ályktun um hvort efnahagskreppur í Bandaríkjunum séu að hluta til orsakaðar af olíuverði. Niðurstöðurnar eru að ekki virðist grundvöllur til að halda því fram að einhver þriðja hagstærð hafi orsakað bæði olíuverðbreytingar og hagsveiflur í Bandaríkjunum. Einnig virðist sem olíverðhækkanir og -lækkanir hafi ósamhverf áhrif á hagvöxt. Olíuverðhækkanir sýna neikvætt einhliða orsakasamhengi við landsframleiðslu í Bandaríkjunum, þ.e. olíuverðhækkanir hafa neikvæð áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Ekki tókst að sýna fram á orsakasamhengi milli olíuverðlækkana og landsframleiðslu.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11301


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSGudmundur.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna