is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11303

Titill: 
  • Tengsl söluráða og vörumerkjavirðis þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um tengsl söluráða og vitundar og ímyndar og tengsl vitundar og ímyndar og vörumerkjavirðis. Aðeins ein rannsókn fannst um tengsl valinna söluráða og vitundar og ímyndar þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði. Rannsóknin hér er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tengsl valinna söluráða og vitundar og ímyndar þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði. Tilgangurinn var einnig að kanna tengsl vitundar og ímyndar og tengsl vitundar og ímyndar og vörumerkjavirðis. Þeir söluráðar sem um ræðir eru verð, auglýsingar, verðtilboð, fólk, ferlar og umgjörð. Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar með hentugleikaúrtaki. Fylgniútreikningar og aðhvarfsgreining var gerð til að kanna tengsl valinna söluráða og vitundar og ímyndar þjónustufyrirtækja, tengsl vitundar og ímyndar og tengsl vitundar og ímyndar og vörumerkjavirðis.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að söluráðar markaðsfærslu þjónustu, fólk, ferlar og umgjörð, hafa sterkustu tengslin við vörumerkjavirði. Jákvæð tengsl eru á milli verðtilboða og vörumerkjavirðis en neikvæð tengsl á milli verðs og vörumerkjavirðis. Ekki reyndust vera tengsl á milli auglýsinga og vörumerkjavirðis.
    Eins og niðurstöður fyrri rannsókna benda niðurstöðurnar á mikilvægi stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar. Niðurstöðurnar leiða í ljós að markaðsstjórar þjónustufyrirtækja ættu að einbeita sér að söluráðunum; fólk, ferli og umgjörð. Þjónustufyrirtæki ættu að einbeita sér því að auka vitund og ekki síður bæta ímynd. Með því eykst vörumerkjavirðið.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl söluráða og vörumerkjavirðis þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna