is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11319

Titill: 
  • Hollustumerkingar. Samnorræna hollustumerkið Skráargatið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar eru hollustumerkingar. Markmið ritgerðarinnar er að fjalla almennt um hollustumerkingar og skoða þá þætti er þær varða. Sjónum er einkum beint að samnorræna hollustumerkinu Skráargatinu. Þá er farið yfir þá undirbúningsvinnu sem verður að fara fram við upptöku á Skráargatinu, og fjallað um mögulega ávinninga af kerfinu, samhliða umfjöllun um holdarfar og mataræði Íslendinga. Í ritgerðinni er að finna ítarlega umfjöllun um hollustumerkingar, þar sem leitast er við að fjalla um helstu þætti varðandi þær og gera þeim góð skil. Almennt er fjallað um hugtök og þætti er máli skipta við skýringu á viðfangsefninu, en meðal annars er farið yfir skilvirkt eftirlit og nokkrar tegundir hollustumerkinga.
    Offita er á góðri leið með að verða alvarlegasta heilbrigðisvandamálið á Íslandi. Offita er í raun orðin að þjóðarmeini, og ef ekkert verður aðhafst í þessum málum, er mikil hætta á því að offitufaraldur bíði okkar í náinni framtíð.
    Hollustumerkingar gegna því hlutverki að upplýsa neytendur um innihald og hollustuhætti tiltekinnar vöru. Notkun á hollustumerkjum hefur aukist mjög víða í heiminum, og nú er komið að Íslendingum að innleiða þetta kerfi. Samþykkt hefur verið þingsályktunartillaga á Alþingi um upptöku hollustumerkisins Skráargatsins, og því bendir allt til þess að merkið verði innleitt hér á landi.
    Í niðurstöðum ritgerðarinnar bendi ég á að kannanir hafi verið gerðar til að athuga árangur Skráargatsins þar sem það er við lýði, og gefa þær til kynna að vitund almennings í viðkomandi löndum sé mikil, auk þess sem mikill áhugi er hjá þátttakendum að vita meira um merkið. Ég kemst að þeirri niðurstöðu eftir umfjöllun mína, að stjórnvöld eigi að nýta sér reynslu af merkinu í þessum löndum og læra af henni, og beita Skráargatinu til að efla lýðheilsu landsmanna og stuðla að bættri heilsu þeirra.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MartheSordal_Bs.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna