is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11328

Titill: 
  • Fjármögnun knattspyrnufélaga á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íþróttir gegna mikilvægu hlutverki í hinu hraða samfélagi sem við búum við í dag. Áhrif íþrótta á þjóðfélagið eru margvísleg og koma helst fram í heilsufarslegum ágóða. Þessi einstaki þáttur skilar sér síðan út í þjóðfélagið í formi minni kostnað við heilbrigðiskerfið. Sveitarfélögin hafa látið skipulagða íþróttastarfsemi í hendur íþróttafélaga sem hefur haft jákvæð áhrif út í þjóðfélagið. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka í skipulögðum íþróttum hefur mikið forvarnargildi en börn- og unglinar eru síður líklegri til að neyta áfengis og annarra vímuefna ef þau stunda skipulagðar íþróttir. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að börn- og unglingar sem taka þátt í skipulagðri íþróttastarfsemi gengur betur í skóla og fá hærri einkunnir en þeir sem stunda enga tómstundariðju.
    Knattspyrna er ein fljölmennasta íþrótta sem stunduð er á landinu í dag.
    Umræðan undanfarið hefur beinst að knattspyrnufélögum landsins og rekstri þeirra. Skuldastaða félaganna fer versnandi ár frá ári og hefur Knattspyrnusambandið miklar áhyggjur af gangi mála. Launakostnaður er 70% af öllum kostnaði þeirra, sumir vilja meina að þetta sé of hátt hlutfall en skiptar skoðanir eru á þessu. Forráðamenn stærstu félaganna vilja að knattspyrnan verði viðurkennd sem atvinnugrein það muni verða félögunum til hins betra. Helstu tekjulindir knattspyrnufélaga eru fjárframlög frá hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum, og fyrirtækjum og einkaaðilum. Knattspyrnufélög sem rekin eru sem frjáls félagasamtök hafa ekki farið varhluta af kreppunni en niðurskurður hefur verið hjá hinu opinbera og fyrirtæki hafa dregið styrki sína til baka. Íþróttir og viðskipti færast nær og nær hvort öðru og peningar eru farnir að stjórna íþróttinni, fólk virðist hafa gleymt hinum fallega leik. Mikilvægt er því að hið opinbera, forráðamenn félaganna og fyrirtækin í landinu varðveiti hann.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11328


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hildurmariaskemman.pdf1.23 MBLokaður til...31.05.2025HeildartextiPDF