is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11338

Titill: 
  • Hvernig hefur hnattvæðing haft áhrif á mansal og vændi á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undarnförnum árum og áratugum hefur heimurinn verið að minnka. Ekki í ummáli eða flatarmáli heldur hefur tækniþróun síðustu ára og áratuga orðið til þess að íbúar heimsins geta nálgast vöru og þjónustu nánast hvar sem er í heiminum og það á skömmum tíma og með miklum hraða. Þessi þróun, sem hófst með fyrstu skrefum mannsins (homo sapiens) og jafnvel fyrr, hefur búið til hugtak sem kallast hnattvæðing. Öllum breytingum fylgja kostir og gallar og einn augljós galli á þessari þróun er mansal.
    Það er oft ekki fallegur veruleiki sem fólk býr við sem hefur lent í mansali, en í þessari ritgerð mun ég fjalla um vændi tengt mansali og skoða ástæður þess að fólk, langoftast karlmenn, kaupa sér kynlífsþjónustu. Ég mun líka skoða aðstæður fólks og aðferðir sem eru notaðar þegar fólk er flutt á milli landa og landsvæða, hvort sem það er með samþykki þeirra eða ekki. Eitt stærsta aflið í nútíma samfélagi eru fjölmiðlar og mun ég skoða hvernig umfjöllun um vændi og mansal hefur birst þar, auk þess sem aðkoma stjórnvalda verður skoðuð og hvaða úrræði þau hafa fyrir fórnarlömb mansals.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaútgáfasvs.pdf754.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna