ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11342

Titill

Vindorka - Möguleikar vindorku á Íslandi

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Þessi ritgerð fjallar um vindorku og þá sérstaklega tækifærin sem felast í því að beisla vindorkuna á Íslandi og hvaða möguleikar eru þar í boði. Sagt verður frá kostum og göllum raforkuframleiðslu úr vindi og athugað hvort slík framleiðsla sé samkeppnisfær vatnsaflsvirkjunum og jarðvarmavirkjunum en slíkar virkjanir eru algengastar við orkuöflun á Íslandi.
Sérstaklega verður skoðuð vindmyllan sem Haraldur Magnússon bóndi á Belgsholti setti upp. Arðsemi vindmyllunnar á Belgsholti verður tekin fyrir auk þess sem aðrir þættir er varða rekstur hennar skoðaðir.
Í ritgerðinni verður sagt frá áætlunum landsvirkjunar um vindorkunýtingu og skoðað hvernig Evrópuþjóðir nýta slíka orku og hvernig framtíðarþróun í nýtingu vindsins er líkleg til að þróast. Fjallað verður um nýtingu vindsins í Danmörku og sagt frá þeirra framtíðaráætlunum.
Fjallað verður um og skoðuð smærri einstaklingsframtök þar sem fólk hefur að eigin frumkvæði farið í raforkuframleiðslu af einhverju tagi með því að nýta vindinn og athuga hvernig slík uppátæki eru að skila sér til baka og farið er yfir kosti og galla slíkra framkvæmda.
Niðurstöður og aðrar vangaveltur um vindorkunýtingu á Íslandi verða að lokum ræddar ásamt því að leggja mat á því hvort að vindorka sé vænlegur kostur til framleiðslu á raforku í framtíðinni.

Samþykkt
3.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Vindorka - Mögulei... .pdf1,36MBLæst til  9.7.2085 Heildartexti PDF