ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11345

Titlar
  • Baráttan um bjórinn. Birtingarmynd bjórbannsins á Íslandi í dag

  • en

    The Beer Battle in Iceland. Review of the Period after Legalization of Beer

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Hið íslenska bjórbann hefur í gegnum tíðina verið mörgum hjartans mál og er óhætt að segja að bannið hafi verið umdeilt. Í yfir hálfa öld var bjór með öllu bannaður á Íslandi en af ýmsum ástæðum voru allar aðrar tegundir áfengis löglegar og því vert að skoða viðfangsefnið nánar. Það var ekki fyrr en 1. mars árið 1989 sem bjór fór í almenna sölu hér á landi eftir að djúptækar samfélagsbreytingar höfðu á einn eða annan hátt leitt til afléttingar bannsins þar sem pólitísk staða, búseta og nútímavæðing spiluðu stórt hlutverk. Í umræðum þingmanna frá árinu 1988 má finna þau rök sem bæði fylgjendur og andstæðingar bjórbannsins báru fyrir sig í baráttunni um bjórinn. Eftir að spádómar þeirra höfðu verið skoðaðir nánar með rannsóknaraugum dagsins í dag má sjá að báðar fylkingar höfðu ýmislegt fyrir sér. Heildaráfengisneysla Íslendinga jókst til muna eftir afléttingu bannsins líkt og fylgjendur þess höfðu spáð fyrir um. Í takt við áherslur andstæðinga bannsins varð þó á sama tíma áberandi breyting á vínmenningu Íslendinga þar sem neysla léttra drykkja varð mun almennari og algengari en neysla sterkra drykkja. Viðtöl við þingmenn sem sátu á Alþingi þegar banninu var aflétt gefa viðfangsefninu athyglisverðan vinkil þar sem þingmenn fengu tækifæri til að tjá sig um birtingarmynd bjórbannsins í dag.

Samþykkt
3.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA - Guðjón Ólafsson.pdf777KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna