ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11348

Titill

Lífeyrissjóðir, fjárfestingarþörf þeirra í lokuðu hagkerfi og 3,5% núvirðingarviðmið.

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Ritgerðin fjallar um íslenska lífeyriskerfið og uppbyggingu þess. Helstu umfjöllunarefnin eru 3,5% viðmið um núvirðingu fjárfestinga lífeyrissjóðanna og fjárfestingaþörf þeirra. Byrjað er á almennri umfjöllun um lífeyrissjóðina þar sem fjallað er um starfsemi þeirra, sögu, þróun, uppbyggingu og stöðu þeirra í alþjóðlegu samhengi. Lífsferilslíkan Ando og Modigliani um jöfnun tekna yfir mannsævina í þeim tilgangi að jafna neyslu er tekið fyrir sem og lífeyrissjóðir með bakábyrgð atvinnurekanda. Fjallað er um hvaða áhrif 3,5% viðmið hafi og hvaða áhrif það hefði að breyta því. Einnig er því velt upp hvort það sé raunhæft viðmið. Þetta viðmið er umdeilt og bæði hefur það afleiðingar að breyta því og að halda því óbreyttu. Málið þarf að vega og meta að teknu tilliti til margra þátta.
Fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna er talin liggja á bilinu 110 – 130 milljarðar íslenskra króna á ári hverju. Fjárfestingakostir sjóðanna eru skoðaðir og reynt að leggja mat á hvort lífeyrissjóðirnir muni ná að ráðstafa því fé til fjárfestinga sem þeir hafa til umráða. Niðurstaðan er sú að fjárfestingageta lífeyrissjóðanna mun verða mikil á komandi árum og auknir fjárfestingamöguleikar eða afnám gjaldeyrishafta þurfi að öllum líkindum að koma til eigi eignaverð á innlendum markaði ekki að fara hækkandi vegna ásóknar lífeyrissjóðanna í tilteknar eignir.

Samþykkt
3.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BSMargretLiljaHraf... .pdf1,7MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna

Athugsemd: Einungis er heimilt að lesa verkefnið af skjá. Hvorki er heimilt að prenta það eða afrita.