ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11356

Titill

Landbúnaði bylt. Reynsla Nýjasjálands

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Mikil verðbólga í áraraðir, of hátt skráður gjaldmiðill og stjórnarkreppa í kjölfar deilna um úrræði varðandi nýsjálenska dollarann, voru kveikjan að röð efnahagslegra endurbóta sem hófust í Nýjasjálandi árið 1984. Framkvæmdir nýsjálenska ríkisins næstu árin eru með þeim víðfeðmustu sem ráðist hefur verið í við enduruppbyggingu í þróuðu ríki. Einna mikilvægast í umbótunum var að snúið var frá verndarstefnu ríkisins. Hagkerfið var opnað fyrir alþjóðlegri samkeppni.
Landbúnaður hefur ávallt skipað mikilvægan sess í framleiðslu Nýsjálendinga. Útflutningur á landbúnaðarafurðum hefur verið þeim mikilvægur og skapað miklar tekjur.
Sveiflur á alþjóðamörkuðum í kringum heimsstyrjaldirnar leiddu til áhyggna af afkomu landbúnaðar. Ríkið greip þá fyrst inní landbúnaðarkerfið. Í framhaldi jókst aðstoð við landbúnaðinn. Kerfið í kringum landbúnaðinn brenglaði mjög venjulega hvata bænda. Hækkandi verð framleiðsluþátta leiddi ekki til hagræðingar þar sem kerfið varð til þess að hvati til hagræðingar skilað sér ekki.
Takast þurfti á við hinn mikla halla á rekstri ríkisins. Stuðningur við landbúnað var svo umfangsmikill að hann var augljós upphafsstaður í að takast á við vandann. Almennur stuðningur var við breytingar, bæði meðal bænda og almennings.
Árin í kjölfar þess að ríkið hætti afskiptum af landbúnaði voru tími mikilla breytinga í landbúnaði. Bændur löguðu sig að breyttum aðstæðum. Fjölbreytni í tekjuöflun var aukin t.d. með því að bjóða uppá bændagistingu, vinnu aukastarfa utan býlis og framleiðsla varð fjölbreyttari. Afnám niðurgreiðslna ýtti undir að ráðist var í framleiðslu sem hafði aldrei notið þeirra, hagræðingu og nýsköpun.
Nýjasjáland er af náttúrunnar hendi kjörið til landbúnaðar og má vera að það hafi skipt sköpum í að bændur studdu að bylta kerfinu. Landbúnaður í Nýjasjálandi hefur eflst við að standa á eigin fótum. Nýsköpunar og þróunar hefur verið leitað, í stað styrkja og niðurgreiðslna. Það er því vel þess virði að velta því upp hvort fleiri mættu taka sér nýsjálenska landbúnaðarkerfið til fyrirmyndar.

Samþykkt
3.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Landbúnaði bylt.pdf674KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna