ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11357

Titill

Er grasið grænna á vesturlöndum? Vændi, mansal og alþjóðleg hjónabönd

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Vændi hefur verið til frá ómunatíð. Hnattvæðingin hefur haft í för með sér að vændi breiðist hratt út á milli landa, t.d. er kynlífsferðamennska algeng í dag. Þó svo að skilgreiningin á vændi sé sú sama á milli landa, kemur hún fyrir með mismunandi hætti í ólíkum löndum. Vændi hérlendis verður borið saman við vændi í Tælandi og fjallað um mismunandi gerðir vændisins, þ.e. lág- og hástéttar vændi, og kynlífsferðamennsku. Umræðan um vændi er mjög gildishlaðin og verður sýnt fram á sjórnarhorn ólíka hliða. Margar tælenskar konur hafa farið út í vændisstarfsemi í von um að finna vestrænan eiginmann. Tælenskar konur eru í flestum tilfellum í mjög viðkvæmri stöðu þegar þær koma hingað til lands, og hafa karlmenn nýtt sér það. Fordómar eru ríkjandi í okkar samfélagi gagnvart alþjóðlegum hjónaböndum sem oft er ekki hægt að réttlæta vegna þess að flest hjónabönd eru farsæl. Í sumum tilfellum fléttast vændi, mansal og alþjóðleg hjónabönd saman en tilvikin eru með ýmsum hætti. Ritgerðin byggir á ólíkum heimildum og eigindlegum aðferðum, þar sem tekið voru viðtöl við Kvennaathvarfið og Stígamót.

Samþykkt
3.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Er grasið grænna á... .pdf617KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna