is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1135

Titill: 
  • Börn og auglýsingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Auglýsingar eru stór þáttur í markaðssetningu fyrirtækja. Blöð, tímarit sjónvarp og útvörp eru flesta daga full af auglýsingum sem flæða yfir neytendur hvort sem þeim líkar betur eða verr.
    Börn og unglingar virðast hafa meiri peninga á milli handanna en áður og þar af leiðandi eru þau orðin markhópur sem fyrirtæki reyna að ná til með auglýsingum sínum. Margir telja að auglýsingastofur vinni á gráu svæði þegar skoðuð eru lög og reglur sem settar hafa verið vegna auglýsinga sem tileinkaðar eru börnum og unglingum.
    Þessi skýrsla fjallar um börn og auglýsingar.
    Aðalrannsóknaspurning verkefnisins er:
    • Ætli auglýsingastofur beini auglýsingum í meira mæli til barna og unglinga en áður var?
    Jafnframt voru eftirfarandi spurningar hafðar til hliðsjónar við gerð skýrslunnar.
    • Er verið að fara eftir gildandi lögum og reglum gagnvart börnum og unglingum þegar auglýst er?
    • Eru börn og unglingar farin að taka meiri þátt í innkaupum heimilanna en áður?
    Við gerð verkefnisins var lögð fyrir spurningakönnun. Farið var í verslun á Skagaströnd og svöruðu 63 manns spurningakönnuninni. Af þeim fjölda sem var stoppaður til að svara voru aðeins þrír sem vildu ekki leggja lið við að svara spurningunum. Í spurningakönnuninni kom í ljós að fólki finnst að auglýsingastofur séu í auknu mæli farnar að beina auglýsingum að börnum og unglingum. Einnig töldu þeir sem svöruðu að börn og unglingar taki meiri þátt í innkaupum heimilanna en áður.
    Lykilorð:
    Börn, auglýsingar, markhópur, innkaup og reglur

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri frá og með 1.janúar 2012
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jensína Lýðsdóttir.pdf623.02 kBTakmarkaðurBörnAugl - heildPDF