is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11363

Titill: 
  • Neyðarvörn í skjóli heimilisins
  • Titill er á ensku Self-defense in the sanctity of the home
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um neyðarvörn. Sérstaklega er litið til þess þegar einstaklingar beita neyðarvörn í skjóli heimilisins. Í sumum réttarkerfum eru heimildir til þess að beita neyðarvörn í skjóli heimilisins afar víðtækar. Í bandarískum rétti er í flestum fylkjum litið svo á að heimili manns sé kastali hans sem hann megi verja. Því fannst mér áhugavert að skoða hvaða vægi heimilið hafi í íslenskum rétti þegar neyðarvörn er annars vegar. Álitaefninu er skipt í tvennt. Í fyrsta lagi er fjallað um neyðarvörn heimilismanns gagnvart öðrum heimilismanni. Í öðru lagi er fjallað um neyðarvörn gagnvart þriðja manni sem brýst inn.
    Saga og menning þjóða virðist hafa mikil áhrif á það hvernig litið er á neyðarvörn. Því ákvað ég að fjalla um neyðarvörn á fyrri tímum og heimspekilegar forsendur neyðarvarnar í kafla 2-3.
    Í 4. kafla er lýst einkennum og skilyrðum neyðarvarnar. Fyrst er lýst neyðarvarnarákvæðum Norðurlandanna enda er nokkuð litið til norrænna dóma í ritgerðinni. Svo er farið í einkenni árása sem verjast má skv. 12. gr. hgl. og svo er skoðað hvaða hagsmunir geti verið andlag árásar. Tímamark árásar er tekið til sérstakrar skoðunnar. Síðan er gerð grein fyrir 2. mgr. 12. gr. hgl. Þá er athugað að hvaða leyti flótti er nauðsynlegur sé hann mögulegur. Skoðaðar eru kenningar um flótta og hvað norrænir fræðimenn hafa um málið að segja. Að lokum er athugað að hvaða leyti ögrun kemur í veg fyrir neyðarvörn.
    Í 5. kafla er neyðarvörn milli heimilismanna skoðuð. Sérstaklega reynir á þetta í þeim tilvikum þar sem heimilisofbeldi leiðir til þess að fórnarlambið endar með því að drepa gerandann. Fyrst gerð grein fyrir fræðilegum skýringum á heimilisofbeldi. Svo er skoðaður norskur réttur. Í norskum rétti hefur fólk verið sýknað á grundvelli neyðarvarnar þegar það drepur geranda langvarandi ofbeldis þegar hann er í óvirkum hami t.d. sofandi. Norskur réttur er ólíkur íslenskum, dönskum og sænskum rétti að því leyti að í neyðarvarnarákvæði norsku hegningarlaganna er ekki gert ráð fyrir því að árás sé yfirvofandi heldur er skilyrðið um nauðsyn varnarverksins látið duga. Þá hefur í bandarískum rétti verið fallist á neyðarvörn í tilvikum þar sem konur drepa sofandi eiginmenn sína. Einnig er skoðað hvernig hefur verið tekið sambærilegum málum í íslenskum, dönskum og sænskum rétti.
    í 6. kafla er neyðarvörn gagnvart þriðja manni skoðuð. Þar sem ekki hefur verið skrifað sérstaklega um þetta álitaefni í norrænum rétti er að mestu stuðst við dómaframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Neyðarvörn.pdf936.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsida_MA.pdf190.49 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna