is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11364

Titill: 
  • Gildi handleiðslu fyrir náms- og starfsráðgjafa. Þörf og ávinningur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um gildi og ávinning handleiðslu og hvernig hún getur nýst þeim sem starfa við náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldskólum hér á landi. Skoðað var sérstaklega hvort handleiðsla nýtist til að vinna gegn álagi og faglegri einangrun. Markmiðið með þessari rannsókn er að vekja máls á gildi handleiðslu og koma á framfæri reynslu og hugmyndum þeirra sem starfa við náms- og starfsráðgjöf í skólum um þörf og ávinning hennar í starfi. Rannsóknin er unnin með eigindlegri rannsóknaraðferð, með opnum viðtölum. Tekin voru einstaklingsviðtöl við starfandi náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum sem höfðu til þess löggild starfsréttindi og fimm ára eða lengri starfsreynslu á því sviði.
    Niðurstöður gefa vísbendingar um að þörf sé á markvissri stefnu í málum sem tengjast handleiðslu fyrir náms- og starfsráðgjafa þar sem slíkur stuðningur er talinn vera mikilvægur fyrir fagmanninn, fagmennsku hans og þá þjónustu sem hann er að veita. Eins kom fram að handleiðsla er góð leið til að vinna gegn álagi, faglegri einangrun og gæti hjálpað til við að styrkja fagímynd og faglegt hlutverk náms- og starfsráðgjafa í skólum.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2mai_gildihandleidslurett.pdf473.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna