is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11365

Titill: 
  • Náttúruleg guðfræði og röksemdafærslur fyrir tilvist Guðs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um náttúrulega guðfræði eða það svið kristinnar guðfræði þar sem leitast er við að færa rök fyrir tilvist Guðs án skírskotunar til guðlegrar opinberunar. Einkum er þeirri spurningu velt upp hvert eðli og gildi náttúrulegrar guðfræði sé. Sú spurning er sérstaklega skoðuð með hliðsjón af náttúrulegri guðfræði breska trúarheimspekingsins Richards Swinburne í bók hans The Existence of God.
    Innan náttúrulegrar guðfræði er leitast er við að færa rök fyrir tilvist Guðs með skynsemi mannsins og reynslu að leiðarljósi. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er almennt fjallað um náttúrulega guðfræði. Eðli hennar og inntak er skilgreint og saga hennar að fornu og nýju rakin í stuttu máli. Fjallað er um samband trúar og skynsemi. Þá er gerð grein fyrir sígildum röksemdafærslum fyrir tilvist Guðs sem og þeirri gagnrýni sem náttúruleg guðfræði hefur mátt sæta. Í öðrum hluta ritgerðarinnar er sjónarhorn umræðunnar þrengt og fjallað um tiltekna náttúrulega guðfræði sem er röksemdafærsla Richards Swinburne fyrir tilvist Guðs í bókinni The Existence of God. Þar færir Swinburne rök fyrir því að með hliðsjón af tilvist Guðs megi gera fyllri og skynsamlegri grein fyrir tilvist og eðli heimsins sem og upplifun mannsins og reynslu innan hans. Í þriðja hluta ritgerðarinnar er sjónarhornið víkkað á ný og spurt grundvallarspurninga um náttúrulega guðfræði, ekki síst hvert gildi hennar sé og hvar takmörk hennar liggja. Í ljósi þeirrar umræðu er spurt hvert gildi röksemdafærslu Swinburnes sé og hvaða lærdóm megi draga af henni og náttúrulegri guðfræði almennt:
    Náttúruleg guðfræði býður ekki upp á sannarnir fyrir tilvist Guðs í eiginlegri merkingu sem knýr fólk til guðstrúar. Engu að síður veltir náttúruleg guðfræði upp áleitnum spurningum og gefur svör sem kunna að ryðja úr vegi ýmsum hindrunum sem staðið geta trú fólks fyrir þrifum. Þótt náttúruleg guðfræði telst ekki nauðsynlegur undanfari guðstrúar býður hún upp á skynsamlegri útskýringu á tilvist heimsins og ýmsum einkennum hans en guðleysi gerir. Engu að síður er sannfæringrmáttur náttúrulegrar guðfræði háður þeim viðhorfum og forsendum sem fólk gengur út frá þegar kemur að því að svara spurningunni um tilvist Guðs. Að því leyti er huglægni óhjákvæmileg þegar kemur að því að vega og meta tilvist Guðs, eins og röksemdafærsla Swinburnes ber vitni um.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar.pdf768.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna