is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11393

Titill: 
  • „Ætli menn þyrftu ekki að byrja á að bæta smekk sinn?“ Viðreisn garðræktar á síðari hluta 18. aldar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar sem hér fer á eftir er viðreisn garðræktar á Íslandi á síðari hluta 18. aldar og átak stjórnvalda til að fá landsmenn til að hefja matjurtaræktun. Átakið hófst um 1754 og takmarkið var að matjurtaræktin næði að breiðast út til alls meginþorra landsmanna. Þróun garðræktar í landinu er rakin fram undir aldamótin 1800 og var heildarfjöldi matjurtagarða í landinu árið 1792 tekinn saman. Það ár var valið bæði vegna aðgengilegra heimilda og vegna þess að þá var liðið hæfilega langt frá því átakið hófst svo leggja mætti mat á árangurinn, eða um fjórir áratugir. Fram kemur að garðrækt breiddist tiltölulega skjótt út meðal embættismanna eftir að blásið var til herferðarinnar og komu þeir sér flestir upp garði stuttu eftir að átakið hófst. Bæði voru það háembættismenn og hinir lægri að sýslumönnum meðtöldum. Sama má segja um prestana, dágóður hluti þeirra kom sér upp görðum. Almenningur var hins vegar tregur til og árið 1792 voru einungis matjurtagarðar á um 8% heimilanna í landinu. Garðrækt var afgerandi mest í tveimur sýslum það ár, Vestur-Skaftafellssýslu og Gullbringusýslu. Eftirtektarverður þykir árangur séra Ara Guðlaugssonar prests í Grindavík en honum tókst að fá stóran hluta af sóknarbörnum sínum til þess að hefja matjurtaræktun. Annars er ekki hægt að segja að átak stjórnvalda um stóreflda garðrækt hafi náð til almennings á því tímabili sem var til skoðunar. Ýmsar hindranir voru í veginum sem gerðu almenningi erfitt um vik. Köld hafísár settu að nokkru strik í reikninginn og ekki reyndist jafn auðvelt fyrir almenning að nálgast fræ eins og upphaflega stóð til. Oft var betra að treysta á söfnun villtra jurta í náttúrunni, s.s. fjallagrasa. Þá verður að líta til þess að stærstur hluti íslenskra bænda voru leiguliðar og sáu sér því lítinn hag í jarðabótum, hverju nafni sem þær nefndust. Dæmi eru um að fólki, og þá einkum vinnufólkinu, hafi ekki líkað hin nýja fæðutegund sem grænmetið var. Fólkið vildi ekki „borða gras“ líkt og skepnurnar að þess sögn. Það kann þó að eiga sér fleiri skýringar og leiða má líkum að því að vinnufólkið hafi litið á kálmetið sem launalækkun. Það og fleira kann að hafa dregið kjarkinn úr mörgum bóndanum að hefja ræktun.
    Lykilorð:Sagnfræði, 18. öld, Garðrækt

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GarðræktogViðreisn_JÞG.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna