is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11398

Titill: 
  • Biðin. Tilraun til samræðna milli ritlistar og fræða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari ritgerð er nokkurs konar tilraun til samræðna á milli fræða og ritlistar. Ritgerðin skiptist í tvo meginhluta. Fræðilega umfjöllun og skáldskap. Ritlistarhlutinn var ritun sögulegrar nóvellu sem byggir á ævi skáldsins Davíðs Þorvaldssonar (1901-1932). Nóvellan hefur fengið nafnið Biðin eftir smásögu sem Davíð skrifaði sjálfur og birtist í Eimreiðinni árið1930. Nóvellan er byggð upp á mörgum litlum senum sem eru eins og svipmyndir af atvikum úr lífi Davíðs. Það var meðvituð ákvörðun að hafa atburðina ekki í ,,réttri tímaröð“ í þeim tilgangi að láta fortíð Davíðs kallast á við nútíðina.
    Þegar nóvellunni lýkur er spurt: Hvað gerir nóvelluna að sögulegri nóvellu? Hvaða aðferðir nota ég og hvernig ríma þær við hugmyndir fræðimanna um sögulega skáldsögu? Til þess að svara þessum spurningum er horft til skilgreininga á sögulegu skáldsögunni út frá frásagnarfræði hugrænna fræða og meðal annars reynt að skilgreina nóvelluna út frá því sem hún á sameiginlegt með sagnfræði. Vitnað er í Hayden White og fleiri og niðurstaðan er sú að það er aldrei hægt að endurskapa þann heim sem við köllum raunverulegan. Því er ljóst að málið snýst ekki um að greina á milli skáldskapar og sagnfræði heldur mismunandi frásagnarforma. Vitnað er til Jeromes Bruners og kenninga hans um frásögn sem hugsanlegt grunnform mannlegrar hugsunar.
    Til að útskýra mun á frásagnarformum er horft til lesandans. Útgangspunkturinn er sá að það sem skiptir höfuðmáli er hvernig frásögnin orkar á lesandann, til dæmis hvaða geðshræringar vakna við lesturinn. Geðshræringar verða einungis aðgengilegar öðrum með hlutgervingu, til dæmis í gegnum frásagnir. Að auki kemur fram að hugfræðingar hafa í æ ríkara mæli lagt áherslu á hvað gerist í huga lesandans þegar hann les frásagnir. Munurinn á frásagnarformum skýrist af ætlun höfundar. Hvaða áhrif ætlar höfundurinn að hafa á lesandann? Er frásögnin áleitin og nálæg eða ópersónuleg og fjarlæg?
    Að lokum lýsi ég því hvernig ég skrifa Biðina og ýmsum álitamálum sem komu upp varðandi persónusköpun, heimildir og málfar. Mér þótti ég oftar en ekki bundin af heimildum mínum eins og um sagnfræðilega frásögn væri að ræða. Þó flokkast Biðin ekki undir sagnfræði eins og kemur glögglega fram, ekki síst vegna þess að ímyndunaraflið fær þar lausan tauminn sem skilar sér í viðbrögðum fáeinna valinna lesanda.

Samþykkt: 
  • 4.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerdAS.pdf420.87 kBLokaður til...04.05.2072HeildartextiPDF
Yfirlýsing-AS.pdf478.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF