ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11412

Titill

Samband vergar landsframleiðslu og atvinnuleysis: á lögmál Okuns erindi við íslenskar aðstæður?

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Farið er yfir sögu og tilurð lögmáls Okuns. Eldri rannsóknir eru skoðaðar og farið yfir gallana og hættur sem fylgja matinu á lögmálinu. Lögmálið er svo metið fyrir íslenskar aðstæður með þrenns konar aðferðum: mismunaaðferð, framleiðslubilsaðferð og dýnamískri aðferð. Tímabilið sem skoðað er er frá 1970-2011, annars vegar með árlegum gögnum og hins vegar með ársfjórðungslegum gögnum. Mat höfundar er það að lögmálið eigi illa við íslenskar aðstæður, sérstaklega á fyrri hluta tímabilsins þegar atvinnuleysi var mjög lágt á heimsvísu. Mælanlegt samband finnst en það er mjög mismunandi eftir aðferðum og tegund gagna. Þrátt fyrir lítinn áhrifamátt hagvaxtar sem skýristærðar virðast aðferðirnar allar sýna að aukning varð á Okun-stuðlinum á seinni hluta tímabilsins. Hér gæti kerfisbreyting á vinnumarkaði haft þau áhrif.

Samþykkt
4.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Ritgerd.pdf1,66MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna