ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11423

Titill

Geðraskanir. Félagsráðgjöf og úrræði

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Þetta lokaverkefni er heimildaritgerð sem fjallar um félagsráðgjöf og geðraskanir. Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvaða aðferðafræði félagsráðgjafar annars vegar og læknar hinsvegar nýta í starfi sínu með einstaklingum sem greinast með geðraskanir og hvaða úrræði þessar tvær fagstéttir geta boðið þeim upp á.
Geðræn vandamál eru skilgreind sem mynstur eða ástand sem getur verið sálfræðilegt eða tengst hegðun einstaklings. Stöðugt fleiri hafa greinst með geðraskanir síðari ár og eru nú rúm 20% íslensku þjóðarinnar greind með eina eða fleiri geðröskun. Félagsráðgjafar vinna mikið og þarft starf með einstaklingum sem greindir hafa verið með geðröskun. Helsta vinnutæki félagsráðgjafans er heildarsýnin, en hún gerir honum kleift að horfa til allra þátta sem tengjast skjólstæðingum hans. Umhverfi og fjölskylda einstaklings með geðröskun skiptir mestu máli og félagsráðgjafar vinna að því að skjólstæðingar þeirra eigi sem best tengsl við fjölskyldu sína og hverfi ekki frá samfélagi sínu. Starf félagsráðgjafa með skjólstæðingi miðar að því að gera ekki hlutina fyrir hann, heldur aðstoða hann til sjálfshjálpar og valdefla hann. Gerð verður grein fyrir þeim þjónustuúrræðum sem í boði eru fyrir einstaklinga sem greinast með geðraskanir, það er félagsþjónustu sveitarfélaga og heilbrigðisþjónustu.

Samþykkt
7.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Geðraskanir - féla... .pdf749KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna