is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11424

Titill: 
  • Sameiginlegt sagnaminni, Króka-Refs saga og stuttar skemmtisögur í Evrópu á 14. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sagnalist á Íslandi var í miklum blóma á þrettándu og fjórtándu öld. Ekki aðeins voru helstu Íslendingasögurnar skrifaðar á þessum tíma heldur fór sagnaskrifunin að verða breiðari þegar leið á fjórtándu öldina. Þá fóru bókmenntir sem nýttu sér rómönsuhefðina að líta dagsins ljós á Íslandi. Lengi vel var litið á Íslendingasögurnar sem sagnfræðilegan sannleik en ekki bókmenntir, en nú á tímum er litið meira á sögurnar sem raunsannan skáldskap.
    Ætlunin með þessari ritgerð er að kanna hvort ekki megi lesa sögur sem voru skrifaðar á Íslandi á seinni hluta fjórtándu aldar með hliðsjón af þeim sögum er voru skrifaðar annars staðar í Evrópu á sama tíma. Skoðuð verða verk helstu höfunda fjórtándu aldar í Evrópu, þeirra Geoffrey Chaucer og Giovanni Boccaccio. Margar af sögunum í þeirra helstu verkum, Kantaraborgarsögum og Tídægru eru fábyljur. En fábyljur voru stuttar skemmtisögur sem í voru hnyttnar samræður og orðaleikir. Söguhetjurnar voru venjulegast af lægri stigum þjóðfélagsins og þurftu að sanna sig með ráðum og dáðum.
    Helsti tilgangur þessarar ritgerðar er að athuga hvort ekki sé hægt að finna eitthvað sameiginlegt með Króka-Refs sögu og völdum sögum úr Kantaraborgarsögum og Tídægru, þessar sögur eru þá fábyljur sem finna má í verkum þeirra . Þá er ekki ætlunin að reyna að finna texta- eða rittengsl heldur hvort ekki megi finna einhvern sameiginlegan anda eða minni í sögunum. Kannað verður hvort höfundur Króka-Refs sögu hafi hugsanlega skrifað söguna með það að markmiði að skrifa stutta, skáldaða skemmtisögu í takt við það sem aðrir voru að gera í Evrópu á fjórtándu öld.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ErlaJSteingrimsdottir.pdf736.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna