ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11428

Titill

Skatteftirlit og skattrannsóknir

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Ritgerðin fjallar um skatteftirlit og skattrannsóknir. Fjallað er um valdmörk milli ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra. Dregin eru svokölluð málefnaleg valdmörk milli þessara tveggja stjórnvalda. Hlutverka skiptingu þessara stjórnvalda má finna í ákvæðum 102., 103. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003 og ákvæðum reglugerðar um framkvæmd skatteftirlits og skattrannsókna nr. 373/2001. Samkvæmt þessum ákvæðum fellur skatteftirlit undir verksvið ríkisskattstjóra en skattrannsóknir heyra undir skattrannsóknarstjóra ríkisins. Þá er einnig að finna umfjöllun um mörk milli skattrannsókna og opinberrar málsmeðferðar en í skattalöggjöf er gerð undantekning frá þeirri meginreglu að rannsókn refsiverðra brota sé á hendi lögreglu. Að endingu er gerð grein fyrir réttarstöðu skattaðila eftir því hvort mál hans er til meðferðar hjá ríkisskattstjóra eða skattrannsóknarstjóra. Í þessu samhengi er fjallað annars vegar um rétt aðila til aðgangs að gögnum þegar mál hans er til meðferðar hjá ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra og hins vegar um réttarstöðu skattaðila þegar skattyfirvöld krefja hann um upplýsingar á grundvelli heimildar í lögum.

Samþykkt
7.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Skatteftirlit og s... .pdf1,43MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna