is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11445

Titill: 
  • „Andlegt þitt ríki og eilíft er.“ Notkun hugtakanna „sálin” og „andinn“ í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni skrifa ég um hvað er „sál“ , hvað er „andi“, munur á þessum hutökum, hvernig Hallgrímur Pétursson skildi þessi hugtök og af hverju mikilvægt er að gera grein fyrir muninum á milli þeirra. Í 44. Passíusálmi vísar Hallgrímur Pétursson til Lúkasarguðspjalls 23:44 ,,Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn”. En í 44. Passíusálmi, erindi 13 stendur : ,,Af hjarta ég þér á hendur fel, / herra Guð, sálu mína”. Af hverju “sálu”? Það breytir skilaboðum Biblíunnar algjörlega. Jesús gefur upp andann, ekki sálina. Hér er setning úr Biblíunni sem að segir skýrt og greinilega að sálin og andinn eru ekki það sama: ,,Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans” (Hbr. 4:12). Ef Jesús, á stundinni þegar hann deyr,talar um anda, býður Guð anda sinn, þá getum við ekki efast um að það er það sem Guð vill. Við getum ekki breytt orðum hans Jesú né túlkað þau eftir eigin skilningi, að öðru leyti hefur kristin trú enga merkingu. Orðið „sálin“ er aðalorð Passíusálmanna. Hallgrímur Pétursson hugsar mjög mikið um eilífð hennar sem á að tryggja eilífð hans. Hallgrímur notar líka orðið ,,andinn” í Passíusálmunum en það segir okkur ekki hvort hann noti þetta orð sem sjálfstætt orð eða hvort hann noti það til að forðast að nota orðið „sál“ of oft eða hvort orðið „andi“ rímar einfaldlega betur en orðin „sál“ eða „önd“ í sumum versum. Hann notar hugtökin „sál“ og „andi“ en gerir ekki skýran greinamun á þessum hugtökum. Í hans huga er „sál“ einn og aðal innri hluti manns, sem er ódauðlegur og mikilvægastur fyrir Guð. En við erum með sál og við höfum anda.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11445


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
María Karólina.pdf295.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna