is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11448

Titill: 
  • Titill er á ensku The effects of dietary omega-3 fatty acids on the adaptive immune response in resolution of antigen-induced inflammation
  • Áhrif ómega-3 fitusýra á sérhæft ónæmissvar í bólguhjöðnun í vakamiðlaðri bólgu
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
  • Auk þess að stuðla að hindrun bólgu gætu ómega-3 fitusýrur mögulega stuðlað að hjöðnun bólgu með því að vera myndefni fyrir ákveðna lípíð miðlara sem gæti verið hægt að nota í læknisfræðilegum tilgangi í meðferð á ýmsum sjúkdómum þar sem krónísk bólga er hluti af sjúkdómsmyndinni. Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif ómega-3 fitusýra á sérhæft ónæmissvar í upphafi og hjöðnun vakamiðlarar bólgu. Músum var skipt í tvo hópa og gefið sérstakt fæði í fjórar vikur. Öðrum hópnum var gefið viðmiðunarfæði og hinum sama viðmiðunarfæði auk 2,8% fiskolíu. Að fjórum vikum liðum var lífhimnubólga framkölluð með innsprautun mBSA í kviðarhol og mýsnar aflífaðar á mismunandi tímapunktum í bólguferlinu. Milta og eitlum var safnað, þau frystiskorin og litað fyrir B-frumum í kímstöðvum og fyrir mBSA í milta. Tölfræðipróf voru gerð til að meta hvort munur væri á milli hópanna í myndun kímstöðva og magni mBSA. Niðurstöðurnar sýna að munur var á milli hópa bæði í stærð og fjölda kímstöðva í milta og voru kímstöðvar í fiskolíuhóp bæði stærri og fleiri en í viðmiðunarhóp. Niðurstöður mBSA litunar sýna aukningu í magni mBSA í milta hjá báðum hópum og var mesta magn mBSA á degi 2 eftir innsprautun á mBSA. Magn mBSA í milta á degi 2 var minna í fiskolíuhóp en viðmiðunarhóp. Þörf er á frekari rannsóknum svo hægt sé að draga ályktanir af þessu verkefni.

Samþykkt: 
  • 7.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
The effects of dietary omega-3 fatty acids.pdf648.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna