is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1145

Titill: 
  • Foreldrar- börn með AMO- kennarar : foreldrar eru líka kennarar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um foreldrasamstarf. Litið er til margvíslegra þátta er snerta samstarf foreldra og kennara, bæði það sem leiðir til árangurs og það sem staðið getur í vegi fyrir góðu samstarfi. Raktar eru kenningar um foreldrasamstarf sem þróast hafa erlendis og fjallað er um rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi.
    Tekin voru viðtöl við fjóra foreldra barna með athyglisbrest með ofvirkni (AMO) á Akureyri. Þar var sérstaklega tekið fyrir hvernig foreldrasamstarfi er háttað við þessa foreldra, hvaða breytingar þeir vilja gera á því og hvernig þeir óska að foreldrasamstarf sé.
    Niðurstöður úr viðtölunum sýna að foreldrar leggja áherslu á að samstarf við skólann sé eflt og vilja fá að vera meiri þátttakendur í starfsemi skólans. Þeir vilja að samskipti séu tíðari og að upplýsingastreymi sé gagnkvæmt milli þessara aðila. Foreldrar vilja eiga kost á ýmiss konar fræðslu, helst við upphaf skólagöngu, og þeir vilja að skólinn hvetji til meira samstarfs. Þeir vilja einnig eiga kost á fleiri viðtölum við kennara á hverju skólaári. Allir foreldrarnir eru hlynntir heimavinnu barna en benda á að hún verði að vera vel skipulögð, hæfa getu barnanna og að skilaboðin sem skólinn sendir heim með börnunum séu skilmerkileg. Ábyrgðin á skólagöngu barna með AMO og uppeldi þeirra hvílir bæði á heimili og skóla og þessir aðilar verða að taka höndum saman til að tilsettur árangur náist með nám barnanna. Samstarfið þarf að vera eðlilegur hluti skólastarfsins og foreldrar vilja að skólinn marki sér skýra stefnu í foreldrasamstarfi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
amo.pdf734.79 kBTakmarkaðurForeldrar- börn með AMO- kennarar - heildPDF
amo-e.pdf266.11 kBOpinnForeldrar- börn með AMO- kennarar - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
amo-h.pdf130.61 kBOpinnForeldrar- börn með AMO- kennarar - heimildaskráPDFSkoða/Opna
amo-u.pdf66.2 kBOpinnForeldrar- börn með AMO- kennarar - útdrátturPDFSkoða/Opna