ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1146

Titill

Stærðfræðikennsla í grunnskólum : viðtöl við stærðfræðikennara á efsta stigi

Útdráttur

Efnið sem er til umfjöllunar í þessari ritgerð er stærðfræðikennsla í grunnskólum. Fjallað er um allar námskrár sem gefnar hafa verið út og tengingu þeirra við sögulega þróun stærð¬fræði¬¬kennslu þar sem kennsluhættir og kennslubækur eru megin viðfangsefnið.
Í ritgerðinni leita ég svara við þremur rannsóknarspurningum með hliðsjón af fræðilegri umfjöllun og viðtölum sem ég átti við fjóra starfandi stærðfræðikennara á efsta stigi. Kennararnir eru allir menntaðir stærðfræðikennarar frá KHÍ með minnst fjögurra ára starfsreynslu. Rannsókarspurningarnar eru: Hvaða kennslu¬aðferðir eru algengastar í dag, með hliðsjón af söguágripi? Eiga kennslu¬aðferðirnar þátt í því hve mörgum nemendum gengur illa í stærðfræði? Hver er staða nemenda í stærð¬fræði við
lok grunnskóla?
Helstu niðurstöður eru þær að kennararnir nota alls sex kennsluaðferðir, samkvæmt flokkunarkerfi Ingvars Sigurgeirssonar, en tvær þeirra eru algengastar, útlistunarkennsla og þulunám-þjálfunaraðferðir. Þessar algengustu aðferðir henta flestum nemendum, að mati kennara, og því vart hægt að kenna kennslu¬aðferðum um hve margir nemendur eiga í erfiðleikum með stærðfærði. Kennurum bar flestum saman um að staða nemenda við lok grunnskóla væri almennt nokkuð góð og sagði einn kennarinn jafnframt, að auka mætti kröfurnar enn frekar.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2002


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
staerdfr.pdf593KBTakmarkaður Stærðfræðikennsla í grunnskólum - heild PDF  
staerdfr_e.pdf83,7KBOpinn Stærðfræðikennsla í grunnskólum - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
staerdfr_h.pdf110KBOpinn Stærðfræðikennsla í grunnskólum - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
staerdfr_u.pdf62,7KBOpinn Stærðfræðikennsla í grunnskólum - útdráttur PDF Skoða/Opna