is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11464

Titill: 
  • Kennarinn, sagan og gildin. Um þátt kennara og námsefnis í miðlun gilda í sögukennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vísindi og þekkingarsköpun eru ávallt bundin kennimiðum (e. paradigm) sem tengd eru stað og stund. Í þessari ritgerð heimfæri ég kenningu Thomasar S. Kuhns um kennimið í vísindum upp á sagnfræði, sögukennslu og kennslubækur í sögu. Kenningin gerir ráð fyrir því að tiltekin kennimið séu ríkjandi á hverjum tíma og í þeim birtist samkomulag (e. consensus) um hvað sé gild þekking og „góð vísindi“. Hér er því haldið fram að kennimiðin feli einnig í sér ákveðin gildi. Megináhersla ritgerðarinnar er á gildamiðlun í sögukennslu. Ritgerðin er þríþætt. Í fyrsta lagi er fjallað um það yfirgrípandi kennimið sem legið hefur til grundvallar kennslubókum í sögu og gildamiðlun í sögukennslu. Sýnt er fram á hvernig kennimið, kennt við Ranke, varð ráðandi í sagnfræði frá miðri 19. öld. Stór þáttur þess er hugmyndin um framfaratrú og línulega þróun frá upphafi siðmenningar til þjóðríkisins. Kennimiðið berst til Íslands í upphafi 20. aldar og aðlagaðist því viðfangsefni sem efst var á baugi, sjálfstæðisbaráttunni. Í ritgerðinni er sýnt fram á að á Íslandi hafi þetta kennimið, sjálfstæðiskennimiðið, verið sá túlkunarrammi sem borið hefur uppi atburðarás Íslandsögunnar frá landnámi, og að þjóðernishyggja og framfaratrú hafi verið yfirgrípandi gildi í sögukennslu. Annar hluti ritgerðarinnar er byggður á spurningakönnun um hlutverk námsefnis, gildi og gildamiðlun meðal starfandi sögukennara á Norðurlöndunum. Netkönnun var framkvæmd á árunum 2006-2007 og eru niðurstöður hennar þær að kennarar glíma stöðugt við gildamiðun í kennslu sinni og hafa virka afstöðu til gilda. Í þriðja hluta ritgerðarinnar er fjallað um siðaskiptin í íslenskum kennslubókum í sögu og sýnt hvernig sjálfstæðiskennimiðið er ráðandi túlkunarrammi og þjóðernishyggja ráðandi gildi. Niðurstöðurnar sýna að sami atburður getur miðlað mismunandi gildum. Þannig hafa siðaskiptin í Evrópu verið notuð til að miðla framfarahugmyndinni en siðaskiptin á Íslandi hafa miðlað þjóðernishyggju.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaugur Pálmi Ritgerð.pdf758.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna