ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11467

Titill

Innherjaviðskipti

Skilað
Júní 2012
Útdráttur

Frjáls viðskipti manna á millum er meginreglan á fjármálamarkaði. Fræðimenn hafa verið sammála um að setja þessu frelsi ákveðnar skorður þegar kemur að viðskiptum innherja. Þýðing innherjareglna kemur fram í inngangi þeirra tilskipana Evrópusambandsins sem hafa verið innleiddar hér á landi þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að byggja upp traust og trúverðugleika fjármálamarkaðarins þannig að fjárfestar hafi trú á honum. Innherji sem ætti viðskipti á grundvelli innherjaupplýsinga væri að raska því jafnræði sem ætti að vera á markaði og þannig myndu slík viðskipti vega að grundvallar forsendum eðlilegs og heilbrigðs fjármálamarkaðar.
Reglur um innherjaviðskipti eru alls ekki einfaldar enda þarf að yfirleitt að meta marga þætti. Huga þarf að því hvaða upplýsingar geta talist til innherjaupplýsinga, hvort upplýsingarnar séu nægilega tilgreindar, hafi áhrif á verð fjármálagerninga og hvort að upplýsingarnar hafi verið opinberar eða ekki. Þá kann það að vera vafamál hvort að um brot sé að ræða ef tveir innherjar búa yfir sömu innherjaupplýsingunum. Til marks um það hversu flóknar reglurnar eru þá geta dómar verið misvísandi um beitingu reglanna.
Nefnd um viðurlög við efnahagsbrotum lagði til að fleiri úrræðum yrði bætt við inn í íslensk lög til þess að sporna við brotum á fjármálamarkaði. Heimildir Fjármálaeftirlitsins voru auknar og því fengin ný úrræði til þess að auka skilvirkni og hagkvæmni í kerfinu en nefndin horfði þá sérstaklega til Bretlands og Bandaríkjanna. Þessi nýju úrræði voru t.a.m. sáttir, stjórnvaldssektir og gagnsæisheimildir. Einnig var gerð lítils háttar rannsókn á því, hvernig stofnunum á borð við Fjármálaeftirlitið og dómstóla, tekst að ljúka málum er varða innherjaviðskipti. Niðurstaðan er svo borin saman við athugun frá fleiri ríkjum í kringum okkur.

Samþykkt
8.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Forsíða.pdf107KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Innherjaviðskipti ... .pdf707KBLæst til  1.5.2020 Meginmál PDF