is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11483

Titill: 
  • „Hrekkjalómar á öskudag.“ Áhrif hnattvæðingar á öskudag Íslendinga og innreið hrekkjavökunnar í lok 20. aldar.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þróun öskudagshátíðarhalda Íslendinga frá byrjun 9. áratugarins til aldamóta. Gerð er grein fyrir því hvernig hinn gamli siður að hengja öskupoka aftan á óafvitandi fólk hvarf og því hvernig núverandi öskudagssiður, þ.e. að klæða sig í grímubúninga og syngja fyrir góðgæti, fór að njóta vinsælda um allt land. Síðarnefndi siðurinn á rætur sínar að rekja til fastelavn hátíðarhalda Dana og hafði fyrir 9. áratuginn aðeins tíðkast á Akureyri. Þegar siðurinn fór að dreifast um landið fór hann hinsvegar í auknum mæli að líkjast annarri óskyldri hátíð – hrekkjavöku Bandaríkjamanna, Halloween.
    Í ritgerðinni er þessari þróun lýst, hvernig hugmyndir um hrekkjavöku Bandaríkjamanna voru kynntar fyrir Íslendingum og hvernig þær höfðu áhrif á þróun öskudagsins á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Ennfremur er þróun hrekkjavökunnar á Íslandi rakin, en hún fór að tíðkast sem sjálfstæð hátíð meðal Íslendinga uppúr 1990. Breytingarnar verða útskýrðar útfrá samfélagsbreytingum tímabilsins, aukinni hagsæld íslensku þjóðarinnar og því stjórnarfari sem kennt hefur verið við nýfrjálshyggju. Þróunin verður túlkuð útfrá kenningum félagsfræðinga um hnattvæðingu, Ameríkuvæðingu og menningarrof. Þar leikur kenningin um staðbundna hnattvæðingu (e. glocalization) stórt hlutverk, en lítið hefur verið fjallað um hina svokölluðu þriðju bylgju Ameríkuvæðingar sem skall á Evrópu um miðjan 9. áratuginn og áhrif hennar á íslenska menningu.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11483


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Andrea Björk.pdf255.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna