is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11487

Titill: 
  • Tónlistin í þögninni. Austræn og vestræn áhrif í tónlist Joe Hisaishi við teiknimyndir Hayao Miyazaki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hafa japanskar teiknimyndir eða anime vaxið mikið í vinsældum í vesturlöndum, þar með talið á Íslandi. Framleiðslufyrirtækið Studio Ghibli hefur átt stóran þátt í því en kvikmyndir þess hafa notið gríðarlegra vinsælda um heim allan undanfarna tvo áratugi. Magn rannsókna og fræðilegra rita um þennan vinsæla miðil eru þó ekki í samræmi við vinsældir hans og áhrif og er sömu sögu að segja um listgreinar tengdar honum. Á síðustu áratugum hefur hlutverk s.k. „poppmenningar“ breyst gríðarlega og því er forvitnilegt að hún sé ekki oftar viðfangsefni fræðimanna en raun ber vitni.
    Joe Hisaishi er án efa eitt af áhrifamestu kvikmyndatónskáldum Japan í dag og hefur tónlist hans mótað margt tóneyrað bæði innan Japan og utan á síðustu misserum, þá sérstaklega tónlist hans við teiknimyndir Hayao Miyazaki. Í þessari ritgerð er tónlist Joe Hisaishi við myndir Miyazaki sett undir smásjána og greind með tilliti til austrænna og vestrænna stílbragða í tónsmíðaaðferðum hans. Teknar verða fyrir fjórar myndir frá 20 ára tímabili og þær greindar og bornar saman út frá aðferðum, hljóðfærum og sambandi söguþráðar og tónlistar. Að auki verður notkun þagnar tekin fyrir en hún er engu síður mikilvæg en tónlistin.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaR-BARitgerð-Tónlistin í þögninni-rétt.pdf299.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna