is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11509

Titill: 
  • Kviðverkir barna á Barnaspítala Hringsins árið 2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Kviðverkir eru algengt vandamál hjá börnum og geta orsakirnar verið af ýmsum toga, bæði líkamlegar (e. organic) og starfrænar (e. functional). Árlega leitar mikill fjöldi barna með kviðverki á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins (BMB) og er því mikilvægt að þekkja vel þetta algenga vandamál, orsakir þess og úrlausnir, en upplýsingar þar að lútandi eru af skornum skammti. Markmið rannsóknarinnar var að varpa frekara ljósi á sjúklingahópinn og vandamál hans.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem leituðu með kviðverki á BMB frá 1. janúar - 31. desember 2010. Tekinn var saman listi með þeim sjúkdómsgreiningum sem gætu valdið kviðverkjum og allar sjúkraskrár með þeim greiningum skoðaðar. Safnað var upplýsingum um aldur, kyn, dagsetningu komu og ástæðu komu viðkomandi sjúklinga.
    Niðurstöður: Af 11.340 komum á BMB árið 2010 reyndust 1414 þeirra vera vegna kviðverkja. Stúlkur voru marktækt fleiri en drengir (p<0,001) og að auki var miðaldur þeirra (12 ár) marktækt hærri en drengja (10 ár) (p<0,001). Einnig var aldursdreifing kynjanna ólík og greiningar mismunandi eftir aldri og kyni. Algengustu greiningarnar voru óskýrðir kviðverkir (40%), hægðatregða (22%), veirusýkingar (14%), botnlangabólga (9%) og þvagfærasjúkdómar (8%). Marktækur munur var á fjölda koma eftir mánuðum (p=0,01) og voru flestar komur í janúar en fæstar í júlí. Árstímasveiflur voru enn meiri hjá sjúklingum með óskýrða kviðverki og hægðatregðu. Alls komu 1118 börn á BMB vegna kviðverkja á árinu, alls 1414 sinnum. Börn sem komu einu sinni voru 911 talsins, 156 komu tvisvar og 51 barn kom þrisvar eða oftar vegna kviðverkja.
    Ályktanir: Ljóst er að kviðverkir geta verið af margvíslegum orsökum hjá ólíkum sjúklingahópum. 12,5% af komum á BMB voru vegna kviðverkja árið 2010 og var algengasta greiningin óskýrðir kviðverkir en rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli andlegs álags og óskýrðra kviðverkja hjá börnum. Þar sem kviðverkir geta haft mikil áhrif á sjúklingana, jafnvel fram á fullorðinsár, er mikilvægt að ráða bót á þeim fljótt. Vonandi munu þær upplýsingar sem fram koma í þessari rannsókn leiða af sér betri greiningu og meðferð barna með kviðverki.

Samþykkt: 
  • 8.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kviðverkir.pdf706.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna