is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11524

Titill: 
  • Hvað gerir góðan táknmálstúlk? Sjónarhorn döff notenda og starfandi túlka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi leitar svara við spurningunni Hvað gerir góðan táknmálstúlk? Svara var aflað með eigindlegum viðtölum við döff notendur túlkaþjónustu, táknmálstúlka og sérfræðinga á sviði táknmáls og táknmálstúlkunar. Markmið rannsóknarinnar er hagnýtt og niðurstöðum ætlað að gagnast öllum þeim sem tengjast táknmáli og túlkun þess á einhvern hátt. Táknmálstúlkun er svið sem lítið hefur verið rannsakað og því mikilvægt að afla þekkingar á því hér á landi. Rannsóknin er unnin samkvæmt nálgun grundaðra kenninga innan eigindlegra rannsókna með viðtölum við 20 einstaklinga: 11 döff þátttakendur, fimm starfandi táknmálstúlka og fjóra sérfræðinga á sviði táknmáls. Rannsóknin er unnin innan fötlunarfræða. Þar sem algengt er að döff fólk hafni því að vera flokkað með fötluðu fólki og skilgreini sig sem málminnihlutahóp, var sjónum sérstaklega beint að því hvernig döff fræði og fötlunarfræði tengjast og hvar sameiginlegir fletir liggja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að túlkaþjónusta hefur þróast hratt undanfarna áratugi, samhliða þróun á samfélagi döff fólks. Meðal þess sem döff þátttakendur töldu mikilvægt var að táknmálstúlkar viðurkenni samfélag þeirra og menningu og sýni þá viðurkenningu í verki með þátttöku í döff samfélaginu. Þau vilja að túlkurinn sé sjálfstæður og öruggur í sínu starfi. Táknmálstúlkarnir lögðu meðal annars áherslu á að vera faglegar og á mikilvægi þess að öðlast trúnað og traust döff samfélagsins. Niðurstöður gefa jafnframt til kynna að döff fólk og fatlað fólk deili félagslegum og menningarlegum sjónarhornum á samfélagslega stöðu sína og geti sameinast í baráttunni fyrir jafnrétti og fullum mannréttindum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni.pdf586.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna