is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11539

Titill: 
  • Virk mörk á flutningsgetu háspennlína. - Aukning á flutningsgetu Brennimelslínu 1 með virku ástandsmati línunnar.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Virkt mat á hitaflutningsmörkum flutningslína er aðferð sem hægt er að beita til að vakta og uppfæra núverandi flutningskerfi. Hitaflutningsmörk flutningslína setja mörk fyrir þann rafstraum sem línan getur flutt án þess að öryggisreglur séu brotnar. Yfirleitt eru þessi mörk fastsett og miðast við fastar veðuraðstæður. Aðferðir sem notaðar eru til að finna virk flutningsmörk taka mið af og mæla veðuraðstæður í umhverfi flutningslínu og/eða kennistærðir línunnar sjálfrar.
    Í þessarri skýrslu er nokkrum mismunandi aðferðum til virks mats hitaflutningsmarka lýst. Farið er í þau fræði og þá tækni sem aðferðirnar byggja á og gert er grein fyrir hugsanlegum kostum þeirra og göllum. Tekin er fyrir Brennimelslína 1 (BR1) í flutningskerfi Landsnets og hvernig umræddar aðferðir henta til að auka flutningsgetu hennar.
    Nokkrar aðferðir henta mjög vel til virks mats á BR1 og samblanda af nokkrum þessarra aðferða gæti reynst ódýr lausn. Auka mætti flutningsgetu BR1 umtalsvert stóran hluta ársins og þannig auka álag í tengivirki við Brennimel. Landsnet gæti e.t.v. þróað sitt eigið kerfi sem byggir á samblöndu nokkurra aðferða út frá reynslu af tilbúnu kerfi við vöktun BR1 og notað til vöktunar annarra lína í flutningsneti sínu.

Styrktaraðili: 
  • Landsnet hf.
Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Virk hitafluningsmörk háspennulína - Karl Valur Guðmundsson.pdf8.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna