ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11541

Titill

Af hljóðþróun og framburðarfrávikum í máli barna: Athugun á seinkun í málþroska Alexanders

Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Ritgerðin fjallar um hljóðþróun og framburðarfrávik í máli barna með seinkun í málþroska. Um er að ræða athugun á Alexander, ungum dreng sem glímir við seinkun í málþroska og víðfeðman framburðarvanda. Hann var greindur með sértæka málþroskaröskun auk þess sem heilsufarslegir þættir eins og eyrnabólga og tannleysi gætu hafa haft sitt að segja um hljóðþróun í máli hans. Gögn sem spanna tæp sjö ár voru skoðuð og þau borin saman við kenningar sem settar hafa verið fram í þessum fræðum og framburðarrannsóknir Indriða Gíslasonar og félaga (1986) og Þóru Másdóttur (2008) á íslenskum börnum. Var tilgangurinn meðal annars að athuga hvort finna mætti einhverja sameiginlega þætti í annars frábrugðinni máltöku Alexanders. Hann var með mjög framstæða tungu, smámælgi og átti í mestu basli með hljóðin [r, s, l, θ og ɣ]. Dæmi um öll algengustu frávik í máli barna var að finna í máli hans. Stundum sýndust frávikin reglubundin, t.d. var [l] í langflestum tilfellum skipt út fyrir [n], en í öðrum tilfellum virkuðu þau handahófskennd, t.d. þegar Alexander gat ekki myndað [θ] þrátt fyrir að nota það nánast alltaf sem skiptihljóð fyrir [s]. Helstu niðurstöður urðu þó þær að samræmi var að finna hér og þar og hljóðþróunin því ekki með öllu fordæmalaus. Til að mynda hafa öll hljóðin nema eitt sem Alexander á í hvað mestum vandræðum með sama myndunarstað, við tennur eða tannberg, og algengustu skiptihljóðin í máli hans hafa þennan sama myndunarstað. Þetta samræmist þeirri kenningu Romans Jakobsons (1941) vel að skiptihljóð sé eins líkt hljóðinu sem það kemur í staðinn fyrir og mögulegt er. Þá kom einnig í ljós að niðurstöður rannsóknar sem Þóra Másdóttir gerði á börnum með seinkun í málþroska sýndu að Alexander átti margt sameiginlegt með þeim, gekk vel með sömu hljóð og þeim og illa með sömu hljóð.

Samþykkt
9.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ritgerd_i_heild.pdf983KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna