ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11556

Titill

Nautn og nytjar. Uppgrafnir verslunarstaðir á Íslandi og erlendir gripir

Leiðbeinandi
Skilað
Maí 2012
Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um verslunarstaði og erlenda gripi sem fluttir hafa verið til landsins, frá landnámsöld til 16. aldar. Megin tími hennar spannar frá 12. öld til 14. aldar þar sem flestir gripirnir sem hafa fundist eru frá þeim tíma, og verslunarstaðirnir verið þá allir á einhverju tímaskeiði sínu í notkun. Fjórir verslunarstaðir hafa verið rannsakaðir með uppgrefti og farið er hér í uppsetningu þeirra með það í huga hvað þeir eiga sameiginlegt við uppsetningu og skipulag. Gripaflokkarnir sem þar var að finna eru bornir saman við gripaflokka sem hafa verið að finnast á nokkrum stöðum á Íslandi frá svipuðu tímaskeiði frá landnámi til 16. aldar. Farið verður stuttlega í nokkra gripi sem hafa fundist á Íslandi og sagt hvaðan þeir koma, en þar sem ekki allir gripaflokkarnir hafa verið rannsakaðir, þá er ekki sagt frá þeim öllum. Einnig verður farið stuttlega í sögu verslunarstaða á Íslandi, lög, reglur og gjaldmiðil til þess að tengja saman hvernig verslunarlífið hefur staðið fyrir sér á þessum stöðum.

Samþykkt
9.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sigurjóna Guðnadóttir.pdf1,14MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna