is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11557

Titill: 
  • Íðorð í jarðfræði. Orðmyndun og notkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er ætlunin að skoða íslensk íðorð í jarðfræði. Verkefnið hefur falist í því að skrá rúmlega 300 íðorð í jarðfræði í Orðabanka Íslenskrar málstöðvar og greina þau frá sjónarhorni íðorðafræðinnar.
    Byrjað verður á að kynna Orðabanka Íslenskrar málstöðvar og íslenska málstefnu. Skoðuð verða nokkur grundvallaratriði í íðorðafræði og lýst verður skráningarfærslum sem hafa verið notaðar við þetta verkefni og má finna í viðauka. Hverju íðorði fylgja meðal annars skilgreiningar, viðbótarupplýsingar og þýðingar á ensku og spænsku. Allar upplýsingar í sambandi við hvert íðorð lúta almennum leiðbeiningum í íðorðastarfi.
    Íðorðunum verður skipt í mismunandi flokka eftir undirsviði. Grein verður gerð fyrir venslum milli íðorða í hverjum flokki og skoðað verður sambandið á milli þessara vensla og skilgreininga á íðorðum. Einnig verður hugað að samanburðinum á hugtakakerfum í mismunandi tungumálum.
    Því næst verður orðmyndun í jarðfræði greind. Algengustu orðmyndunararðferðar í jarðfræði verða skoðaðar bæði í íðorðum sem voru þegar í Orðabankanum og í þeim orðum sem hafa verið skráð við þetta verkefni. Athugað verður hvort orðmyndun þeirra er í samræmi við íslensku hefðina og íslenska málstefnu. Tökuorð verða skoðuð sérstaklega.
    Að lokum verður fjallað um viðhorf íslenskra jarðfræðinga til íðorðastarfs. Umfjöllunin byggist á viðtölum sem ég hef tekið við íslenska jarðfræðinga. Viðtölum er ætlað að varpa ljósi annars vegar á íðorðaval í samskiptum við almenning og milli sérfræðinga og hins vegar á aðferð sem sérfræðingar fylgja til að mynda og staðfesta íðorð í sérhæfðu máli.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11557


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BARitgerð_FabioTeixido.pdf2.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna