ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniListaháskóli Íslands>Hönnunar- og arkitektúrdeild>Lokaritgerðir (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11566

Titill

Opnaðu eyrun : af hljóðskynjun rýmis

Skilað
Janúar 2012
Útdráttur

Í ritgerðinni verður fjallað um hljóðskynjun rýmis. Hljóð og hljóðskynjun spila stórt hlutverk þegar kemur að því að skynja og meta umhverfi okkar, hvort sem við erum meðvituð um það eður ei.
Ritgerðinni er ætlað að upplýsa lesandann um þessa eiginleika skynjunar sinnar og mikilvægi hljóðs í umhverfi sínu. Hér verður gerð tilraun til þess að vekja lesandann til umhugsunar um hljóð, bæði sem neytanda hljóðs og skapara þess.
Byrjað verður á því að skoða skynfærin sem heild og því næst rýnt í þá sjónhollu menningu sem við búum við á vesturlöndum í dag. Reynt verður að setja þá þróun sem liggur þar að baki í sögulegt og menningarlegt samhengi. Virkni einfaldra og algengra hljóðáhrifa verða útskýrð og algeng dæmi um þau nefnd til að auðvelda lesandanum skilning. Dæmi um þau áhrif sem við verðum fyrir þegar við skynjum umhverfi okkar með eyrunum eru nefnd ásamt nokkrum sögum af athyglisverðum tilfellum hljóðskynjunar. Þvínæst eru svæðisafmarkandi eiginleikar hljóðs skoðaðir. Sögulega hafa þeir eiginleikar hljóðs skipt máli í uppbyggingu bæja og borga. Félagsleg áhrif þessara eiginleika verða líka skoðuð. Loks verða nokkur dæmi um tvenns konar rými skoðuð. Annars vegar rými sem mynda og móta áhugaverð og sérkennileg hljóð og hins vegar hljóð og hljóðgjafar sem miðla hreyfingu, hraða og jafnvel rýmistilfinningu til hlustanda.
Það er nauðsynlegt að hafa hljóðskynjun okkar í huga þegar kemur að mótun umhverfisins. Hér er gerð atlaga til þess að brýna mikilvægi hljóðs í daglegu lífi fyrir lesanda um leið og hann er hvattur til þess að leiða hugann að töfrum hversdagslegrar hljóðskynjunar.

Samþykkt
9.5.2012


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerd.pdf712KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna