is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11576

Titill: 
  • Titill er á spænsku Sin final feliz: Adelaida García Morales y el amor fracasado en El Sur, Bene y El silencio de las sirenas
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að andalúsíska kvenrithöfundinum Adelaida García Morales (f.1945) og fyrstu þremur útgefnu verkum hennar El Sur, Bene og El silencio de las sirenas sem öll voru gefin út á árinu 1985. Þau verða skoðuð og borin saman.
    Fyrst er stiklað á stóru um líf og skáldskap rithöfundarins sem ólst upp í Sevilla í Andalúsíuhéraði á Spáni. Því næst er fjallað um helstu einkenni verka hennar og einnig þau efni sem skjóta upp kollinum í flestum verka hennar: þögnina, dauðann, einangrunina og einsemdina. Megináhersla er þó lögð á eitt af þeim efnum sem, samkvæmt höfundi sjálfum, má finna í öllum verkum hennar: ástina.
    Þó að sögur hennar séu á yfirborðinu dularfullar og yfirnáttúrulegar, og þar með oft á tíðum flokkaðar sem gotneskar, liggja undir niðri flóknar og tilfinningaþrungnar ástarsögur. Í verkunum þremur sem eru sérstaklega tekin fyrir hér má finna þrjár tegundir ástarsambanda. Rýnt er í móður- og föðurástina í El Sur, ást undir álögum í Bene og að lokum ímyndaða ást í El silencio de las sirenas. Öll þessi sambönd eiga það sameiginlegt að misheppnast á einhvern hátt og því má segja að ástarsögur García Morales skorti hamingjurík endalok.
    Einnig eru skoðaðar ýmsar mögulegar túlkanir á þessum ástarsamböndum og þar er stuðst við orð gagnrýnenda, þar sem höfundur skilur lesandann eftir með margar ósvaraðar spurningar, enda hefur oft verið sagt að það eina augljósa við verk hennar sé allt hið óljósa.

Samþykkt: 
  • 9.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerðin.pdf402.95 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
BA-ritgerð forsíða og ágrip.pdf24.01 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna